16. fundur 06. janúar 2016 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir varamaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Jón Jóhannsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason F.h. formanns
Dagskrá

1.Brimslóð 10A Umsókn um breytta notkun.

1503014

Brimslóð 10a, endurskoðun á umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun. Í fyrri umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun frá 31. mars sl. var sótt um breytta notkun úr bílaverkstæði í íbúðarhúsnæði. Síðan var sótt um rekstrarleyfi fyrir veitingarekstur í flokki 1 og gistingu í flokki 3 hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra og var byggigarfulltrúi upplýstur um umsóknina. 10. águst sl. skrifaði byggingarfulltrúi húseiganda leiðbeinandi bréf þar sem m.a. var gerð grein fyrir mögulegu ferli til að ljúka verkinu. Var fyrsti liður þess að sækja um byggingarleyfi og breytta notkun í samræmi við fyrirhugaða starfsemi. Slík umsókn hefur ekki borist, en nú hefur rekstrarleyfisumsóknin verið afturkölluð hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra. Með bréfi dagsettu 28. des. sl. óskar húseigandi eftir að samþykkt skipulagsnefndar frá 6. maí sl. taki gildi að nýju og leggur fram aðaluppdrátt í 3 riti gerður hjá Verkstæði arkitekta ehf. af Kára Eiríkssyni, teikningar no. 0200 og 0201 og 0202.

Með bréfi dagsettu 28. des sl. sækir lóðarhafi Brimslóðar 10a um stækkun lóðar samkvæmt meðfylgjandi teikningu gerðri hjá Verkstæði arkitekta ehf. af Kára Eiríkssyni FAÍ. Teikning nr. 0100 dags. 17. des. 2015. Sótt er um að lóðin verði 920 m2.
Nefndin samþykkir breytta notkun og byggingaráformin.

Nefndin er jákvæð fyrir að skoða stækkun lóðar en vill að það sé gert samhliða vinnu við skipulag svæðisins en fyrirhugað er að vinna það á næstu mánuðum. Nefndin fellst því ekki á lóðarstækkun að svo komnu máli.

2.Norðurlandsvegur 4, endurbætur og viðbygging - Umsókn um stækkun á byggingarreit ofl.

1510001

Vísað er til afgreiðslu nefndarinnar á síðasta fundi hennar sem haldinn var þann 25. nóv. sl. þar sem byggingaráform voru samþykkt. Vegna töluverðra breytinga sem orðið hafa á teikningum er þær lagðar fyrir að nýju.
Nefndin staðfestir áður samþykkt byggingaráform.

3.Utanhús klæðning -Umsókn um byggingarleyfi

1512020

Erindi frá Ingunni Lilju Hjaltadóttir, umsókn um byggingarleyfi til að klæða íbúðarhúsið að Urðarbraut 16 með Canexel utanhússklæðningu.Umsókninni fylgir ófullgerð teikning af festingum og frágangi á einangrun og klæðningu.
Nefndin samþykkir byggingaráformin en leggja þarf fram fullnægjandi teikningar þar sem um útlitsbreytingar er að ræða.

4.Miðgil - Umsókn um landskipti

1512021

Umsókn um landskipti jarðarinnar í tvo hluta og ósk um staðfestingu á landamerkjum. Umsókninni fylgir hnitasettur uppdráttur gerður hjá Stoð verkfræðistofu af Birni M. Árnasyni, landfræðingi ásamt landamerkjayfirlýsingu og veðbókarvottorði. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 714721, dags. 27.11.2015. Lögbýlisréttur skal áfram fylgja landnúmeri 145433.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti landskipti jarðarinnar og staðfestir landamerkin gagnvart Illugastöðum og Hnjúkum.

5.Verndarsvæði í byggð - Gamli bærinn á Blönduósi.

1511029

Kynnt umsókn um verndarsvæði í byggð og staða á lóðum í hluta af gamla bænum og tillaga að hnitasetningu þeirra.
Farið var yfir umsóknina um verndarsvæði í byggð og þá vinnu sem unnin hefur verið í að taka saman upplýsingar um lóðir og stærðir þeirra í gamla bænum. Við þá vinnu var stuðst við lóðarmyndir sem unnar voru af Sveini Ásmundssyni á árunum 1958-1960 og skráðum lóðarstærðum í fasteignamati viðkomandi eigna. Nefndin er sammála um að nýta gögnin við frekari vinnu við skipulags svæðisins.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?