Dagskrá
1.Umsókn um byggingarleyfi
1902019
Byggingarleyfisumsókn frá Brimslóð ehf. um er að ræða að breyta húsnæðinu í gistihús og er lýsing framkvæmda eins og hér segir: Öll innrétting er ónýt, einangrun vantar í húsið, allar lagnir eru ónýtar. Núverandi eigendur hafa hug á að færa húsið til fyrri reisnar og gefa því nýtt hlutverk með því að breyta því í fallegt gistihús með sex gistiherbergjum. Húsið mun verða hluti af þeim rekstri sem núverandi eigendur eru með í næsta húsi á Brimslóð 10a, er þar rekið gisti- og veitingastaður. Ytra útlit hússins verður ekki breytt og upprunaleg burðargrind hússins verður ekki breytt. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur gerður af Stefáni Árnasyni byggingarfræðingi dags 18. febrúar 2019.
Nefndin samþykkir byggingaráformin, með fyrirvara umsögn Minjastofnunar og um grendarkynningu. Grendarkynningin nær til íbúða að Brimslóð 2,4 og 6 og Aðalgötu 6.
2.Umsókn um byggingarleyfi
1902021
Byggingarleyfisumsókn frá Blönduósbæ. Um er að ræða að breyta hluta af norðari hluta hússins í smíðastofu til þriggja til fimm ára. Áætlaður fjöldi nemenda er 12. Komið verður fyrir nýrri snyrtingu fyrir hreyfihamlaða, þvottaaðstöðu fyrir nemendur útbúin svo og ræstiaðstaða. Auk þess verður útbúin aðstaða fyrir útifatnað og skó. Kaffiaðstaða og skrifstofa fyrir kennara verða lagfærðar. Bakhluta rýmisins verður ekki breytt. Björgunarop verður á vesturstafni í nyrsta glugga. Í sal á jarðhæð verður starfrækt frístundaaðstaða fyrir Blönduskóla. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur gerður af Magnúsi Ingvarssyni hjá Stoð ehf. dags 8.febrúar 2019 og yfirlýsing húsfélagsins að Þverbraut 1.
Nefndin samþykkir byggingaráformin, með fyrirvara um grendarkynningu. Grendarkynningin nær til íbúða að Þverbraut 1, Húnabraut 19, 21 og Árbraut 17,18,19 og 21.
3.Gamli bærinn deiliskipulag.
1810030
Margrét Ólafsdóttir frá Landmótun kemur á fundinn og fer yfir deiliskipulagsgerð í Gamla bænum á Blönduósi.
Farið var yfir vinnuferli og vinnu við undirbúning að tillögu að deiliskipulagi. Haldin verður íbúafundur í kvöld þar sem verkefnið verður kynnt nánar.
Fundi slitið - kl. 19:00.