Dagskrá
1.Umsókn um byggingarleyfi að Garðabyggð 1
1501030
Vísað er til bókana um málefnið á 5., 6. og 7. fundi nefndarinnar. Nú er lokið breytingu á aðalskipulagi vegna breyttrar notkunar á lóðinni Garðabyggð 1, lóðin verið stækkuð skv. nýju mæliblaði og grenndarkynningu lauk 1. júní sl. 39 nágrannar fengu send grenndarkynningargögn. 9 svöruðu því skriflega að þeir gerðu ekki athugasemdir en aðrir svöruðu ekki.
2.Tiltektardagur
1504036
Lagðar fram til umsagnar 112 myndir af stöðum þar sem bæta mætti umgengni.
Farið var yfir umgengni víðsvegar í bænum og samþykkti nefnin að senda viðkomandi aðilum bréf og óska eftir úrbótum á umgengni hjá þeim. Jafnframt var samþykkt að auglýsa hverjar eru skyldur lóðarhafa og almennings vegna staðsetningu lausamuna og uppsetningu auglýsingaskilta. Einnig komu fram ábendingar um úrbætur á girðingum og var samþykkt að hvetja menn til að bregaðst við því. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með tiltektardaginn sem tókst afar vel og var íbúum og fyrirtækjum hvatning til að taka til í kringum sig.
3.Lög um mat á umhverfisáhrifum - Ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda í C-flokki í 1. viðauka.
1505029
Lagt fram til kynningar bréf frá Skipulagsstofnun ásamt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Í bréfinu er vakin athygli á því að þann 1. júní sl. tóku gildi ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum, sem lúta að hlutverki sveitarstjórna við að taka ákvarðanir um matskyldu framkvæmda í C-flokki í 1. viðauka laganna.
Í bréfinu er vakin athygli á því að þann 1. júní sl. tóku gildi ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum, sem lúta að hlutverki sveitarstjórna við að taka ákvarðanir um matskyldu framkvæmda í C-flokki í 1. viðauka laganna.
Byggingarfulltrúi fór yfir breytingarnar og kynnti nefndarmönnum.
4.Óheimilar auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis.
1505030
Lagt fram til kynningar bréf frá Umhverfisstofnun, um óheimilar auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis. Nefndin samþykkti að vekja athygli á banninu.
5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1
1505009F
Byggingarfulltrúi fór yfir afgreiðslur á 1 afgreiðslufundi byggingarfulltrúa sem haldinn var 11. maí 2015.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 2
1506001F
Byggingarfulltrúi fór yfir afgreiðslur á 2 afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júní 2015.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:45.
Jafnframt samþykkir nefndin fyrirhuguð byggingaráform skv. aðaluppdráttum 101, 102, 103 og 104 dagsettar 27.3.2015 gerðum af Ásmundi Jóhannssyni.