33. fundur 06. september 2017 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Bjarni Þór Einarsson skipulagsfulltrúi
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Blöndubakki-Umsókn stofnun nýrrar lóðar úr landinu

1709001

Bryndís Blöndal, kt. 050869-3509, óskar eftir því að stofnuð verði ný lóð út úr landi Blöndubakka landnr.145410 skv. teikningum gerðum af Stoð ehf dags. 14.mars 2011. Á nýrri lóð stendur einbýlishús, fastanr. 213-8272, hlunnindi munu tilheyra jörðinni sem og lögbýlsréttur eins og verið hefur.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá málinu.

2.Fyrirspurn-Nýtt iðnaðarhús við Húnabæ

1703022

Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu mála.
Vísað er til bókunar á 32. fundi nefndarinnar þar sem fallist er að að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar þannig að lóðin verði athafnasvæði við Húnabæ ásamt þeirri lóð sem fyrir er. Við nánari skoðun kom í ljós að Skipulagsstofnun mun ekki fallast á að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða þar sem ný landnotkunar skilgreining samræmis illa núverandi skilgreindri landnotkun, þ.e. athafna- eða iðnaðarsvæði á óbyggðu landi, sbr. gátlista Skipulagsstofnunar. Við þetta hækkar áætlaður kostnaður ráðgjafa í kr. 800.000,- til 1.100.000,- án vsk. Áætla má heildarkostnað við skipulagsbreytinguna um kr. 1.500.000, án vsk. Nefndin samþykkir að vísa afgreiðslunni til sveitarstjórnar.

3.Umhverfisviðurkenning

1607004

Umhverfisviðurkenning árið 2017. Skv. bókun síðasta fundar.
Nefndin samþykkti að veitta tvær viðurkenningar og voru þær afhentar við setningu Húnavöku þann 14. júlí sl. Þórhöllu Guðbjartsdóttur og Vilhjálmi Stefánssyni, húseigendum að Mýrarbraut 9, var veitt viðurkenning fyrir fallegan og vel hirtan garð og Húnabúð, Norðurlandsvegi 4 viðurkenning fyrir hreint og snyrtilegt umhverfi.

4.Skotæfingasvæði á Blönduósi - Deiliskipulag

1609001

Blönduósbæ hefur borist stjórnsýslukæra vegna deiliskipulags fyrir skotæfingasvæðið. Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu mála.
Lagt fram til kynningar.

5.Brautarhvammur, fyrirspurn um byggingarreiti 46 og 47

1709002

Lárus B. Jónssson f.h. Blöndu ehf kt 520308-0400 leggur fyrir nefndina fyrirspurn um hvort hægt sé að setja niður hús á byggingarreitum 46 og 47 skv. meðfylgjandi teikningum. Um er að ræða innflutt hús frá Victory Leisure Homes S.B.
Fyrir liggur nýendurskoðað deiliskipulag af Brautarhvammi þar sem fyrir liggja byggingarskilmálar fyrir svæðið. Umrædd fyrirspurn felur í sér að umrædd hús uppfylla ekki ákvæði byggingarskilmálanna og hafnar því nefndin erindinu. Bókunin borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum. Valgarður Hilmarsson sat hjá við afgreiðsluna.

6.Brautarhvammur 3 áfangi - Umsókn um lóð

1704016

Umsókn um lóð í "3 áfanga" í Brautarhvammi frá Blöndu ehf. kt: 520308-0400. Á lóðinni eru byggingarreitir fyrir 6 hús. Umsóknaraðli ætlar að byggja á lóðinni á næstu 10 árum. Erindu var frestað á fundi nefndarinnar 17. maí 2017.
Nefndin leggur til við byggðaráð að ekki verði úthlutað lóðum í 3 áfanga þar sem byggingaráformin taka til lengri tíma en 2 ár samanber afgreiðslu um úthlutun lóða í 4 áfanga Brautarhvamms. Samþykkt samhljóða.

7.Brautarhvammur 4 áfangi - Umsókn um lóð

1704015

Umsókn um lóð "4 áfanga" í Brautarhvammi frá Blöndu ehf. kt: 520308-0400. Á lóðinni eru byggingarreitir fyrir 5 hús. Umsóknaraðli ætlar að byggja á lóðinni á næstu 5 árum. Tvö hús verða sett niður sumarið 2017 á reiti 44 og 45. Erindu var frestað á fundi nefndarinnar 17. maí 2017.
Nefndin samþykkir að leggja til við byggðaráð að úthluta lóð í 4 áfanga Brautarhvamms enda verði hafist handa við framkvæmir innan 2 ára. Samþykkt samhljóða.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 18

1708001F

Fundargerðin lögð fram

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?