50. fundur 18. nóvember 2025 kl. 15:00 - 17:30 í norðursal íþróttamiðstöðvar
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varaformaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
  • Sævar Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir
  • Pétur Bergþór Arason
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Skipulags-og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulagsbreyting vestan Svínvetningarbrautar

2511006

Til umræðu breyting á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2022.

Í tillögunni er gert ráð fyrir því að á svæðinu byggist upp verslun og fjölorkustöð. Áður var í gildi landnotkunin opið svæði og deiliskipulag skemmtigarðsins Undraveröld við Blöndubakka.

Áður var skipulagslýsing tekin fyrir á fundi skipulags- og samgöngunefndar þann 7. október s.l. og samþykkt að lýsingin yrði kynnt. Lýsingin var í kynningu frá 17. október til 7. nóvember. Athugasemdir sem bárust við lýsinguna verða nýttar við mótun skipulagstillögu.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna tillöguna áfram með ráðgjöfum.

2.Deiliskipulag vestan Svínvetningarbrautar

2509002

Til umræðu tillaga að deiliskipulagi fyrir þjónustulóð við Svínvetningabraut.

Í tillögunni er gert ráð fyrir því að á svæðinu byggist upp verslun og fjölorkustöð. Áður var í gildi deiliskipulag skemmtigarðsins Undraveröld við Blöndubakka.

Áður var skipulagslýsing tekin fyrir á fundi skipulags- og samgöngunefndar þann 7. október s.l. og samþykkt að lýsingin yrði kynnt. Lýsingin var í kynningu frá 17. október til 7. nóvember. Athugasemdir sem bárust við lýsinguna verða nýttar við mótun skipulagstillögu.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna tillöguna áfram með ráðgjöfum og hagaðilum.

3.Aðalskipulag sameinaðara þriggja sveitarfélaga

2408023

Áframhaldandi vinna við nýtt aðalskipulag sameinaðra sveitarfélaga.
Farið yfir hverfisverndurnarsvæði ofl.
ZAL vék af fundi undir þessum lið

4.Deiliskipulag Brautarhvammi

2511005

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Brautarhvamms, ferðaþjónustu- og útivistarsvæði.

Breytingin felur í sér skilgreiningu á byggingu 5 nýrra gistihúsa auk þjónustuhúss á svæði 2, sem áður var ætlað húsbílum og hjólhýsum.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði með tillöguna sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún samsvarar núverandi notkun svæðisins. Nefndin leggur einnig til við sveitarstjórn að farið verði í heildar endurskoðun á deiliskipulagssvæðinu og jafnframt verði farið í að finna tjaldsvæðinu nýjan stað eins og rætt hefur verið í nefndinni undanfarin misseri.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?