49. fundur 05. nóvember 2025 kl. 16:15 - 19:15 í norðursal íþróttamiðstöðvar
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varaformaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
  • Grímur Rúnar Lárusson varamaður
    Aðalmaður: Sævar Björgvinsson
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir
  • Pétur Bergþór Arason
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Auðkúluheiði, stærðarbreyting á þjóðlendu.

2510005

Forsætisráðuneytið sækir um leiðréttingu á stærð á þjóðlendu Auðkúluheiðar L234257 samkvæmt úrskurði Óbyggðanefndar í máli nr. 1-5/2023.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stærðarbreytinguna.

2.Eyvindarstaðaheiði, stærðarbreyting á þjóðlendu.

2510004

Forsætisráðuneytið sækir um leiðréttingu á stærð á þjóðlendu Auðkúluheiðar L234257 samkvæmt úrskurði Óbyggðanefndar í máli nr. 1-5/2023.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stærðarbreytinguna með fyrirvara um að leiðrétting á stærðar skráningu og eigandaskráningu berist.

3.Umsókn um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistökusvæðis við Hvammsá.

2510008

Tekin fyrir beiðni Vegagerðarinnar um skilgreiningu efnistökusvæðis við Hvammsá í Langadal. Sömuleiðis er óskað eftir heimild til framkvæmda vegna bakkavarna að Hvammi í Langadal við Blöndu. Fyrir liggur skipulagslýsing dags. 7. október s.l. frá Landslagi ehf.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsing vegna efnistökusvæðis við Hvammsá verði samþykkt með fyrirvara um nákvæma afmörkun og samþykki landeigenda. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði í framhaldinu falið að kanna umhverfismatsskyldu hjá Skipulagsstofnun og kynna skipulagslýsingu almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Vatnsdalsá, umsagnarbeiðni um rannsóknarleyfi.

2510009

Orkusalan ehf. sækir um rannsóknarleyfi vegna vatnsaflsvirkjunar á vatnasviði Vatnsdalsár. Málinu var vísað til Skipulags- og samgöngunefndar frá 121. fundi Byggðarráðs sem haldin var þann 15. október 2025.
Skipulags- og samgöngunefnd ákveður að vísa málinu til sveitarstjórnar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum ZAL situr hjá.

5.Umsókn um stofnun þjónustulóðar á Hveravöllum.

2510006

Húnabyggð sækir um að stofna þjónustulóð á Hveravöllum L14300 samkvæmt uppdrætti gerðum af Mateusz Wiktorowicz. Lóðin verður 21.466 m2 að stærð og fær staðfangið Hveravellir Þjónustulóð.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórna að samþykkja stofnun lóðar.

6.Deiliskipulag fyrir vatnsaflsstöðina Blöndustöð.

2510011

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Blöndustöðvar. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina núverandi starfsemi vatnsaflsstöðvarinnar Blöndustöðvar ásamt fyrirhugaðri uppbyggingu.

Landsvirkjun áformar frekari nýtingu falls á núverandi veituleið Blöndustöðvar, frá Blöndulóni að Gilsárlóni skammt ofan Blöndustöðvar. Markmið verkefnisins er að fullnýta til orkuöflunar allt að 69 m fall á veituleið Blöndu frá Blöndulóni að inntakslóni Blöndustöðvar.

Tillagan er í samræmi við skipulagslýsingu sem kynnt var þann 14.12.2023 til 14.01.2024.

Skipulags- og samgöngunefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna vinnslutillögu fyrir opnu húsi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi Blöndustöðvar verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Skúlahorn, umsókn um stækkun lóðar.

2510012

Neglan Byggingafélag ehf og Hafurð ehf óska eftir að fá lóð umhverfis gömlu steypustöð á Skúlahorni L145154 stækkaða um 12m til austur.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaða stækkun lóðar.

8.Ósk Vegagerðarinnar um breytingar á aðalskipulagi Húnavatnshrepps vegna efnistökusvæðis við Hnjúk í Vatnsdal.

2503053

Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012-2022 vegna skilgreiningar efnistökusvæðis að Hnjúki, Vatnsdal. Breytingin felst í því að sett er inn nýtt efnistökusvæði í landi Hnjúks og er til komin vegna áforma landeigenda að hefja landmótun að Hnjúki og nýta efni sem til fellur í vegagerð og framkvæmdir við endurbyggingu hluta Vatnsdalsvegar og tilfallandi viðhaldsverkefna. Erindið var síðast á dagskrá skipulagsnefndar þann 20. maí s.l. þar sem skipulagsnefnd lagði til við sveitarstjórn að tillagan skyldi auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst á tímabilinu 12.09.2025 - 24.10.2025. Umsagnir bárust frá 5 umsagnaraðilum.
Skipulagsnefnd hefur farið yfir umsagnir við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012-2022. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að annast gildistöku skipulagsins í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Norðurhagi, merkjalýsing.

2511001

Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir, sækir staðfestingu á hnitsettningu og stærð á Norðurhaga L144726, samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Káraborg ehf. dagsettri þann 20.10.2025.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hnitsettninguna.

10.Bakkakot, umsókn um stofnun lóðar.

2511002

Rökkva Retreat ehf., sækja um að stofna 40,000 m² lóð úr landi Bakkakots L145405, samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Káraborg ehf. dagsettri þann 29.10.2025. Sótt er um að lóðin fái staðfangið Friðvík.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og að lóðin fái staðfangið Friðvík.

11.Húnaver, umsókn um stofnun lóðar.

2511003

Húnabyggð, sækir um að stofna 2881 m2 lóð úr landi Húnavers L145373 samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Elísu Ýr Sverrisdóttur dagsettri þann 5.11.2025. Lóðin er stofnuð utan um samkomuhúsið F2138094 og sótt er um að lóðin fái staðfangið Húnaver 2. Lóðinn er afmörkuð samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti sem gerður var þann 27. september 1995.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og að lóðin fái staðfangið Húnaver 2.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 22

2510004F

Lögð fram til kynningar 22. fundargerð afgreiðslufundar byggingafulltrúa.
GRL og ZAL viku af fundi undir þessum lið.

13.Brautarhvammur umsókn um lóð/lóðir

2510014

Lárus B Jónsson fyrir hönd Blöndu ehf óskar eftir lóð

á svæði ofan áfanga 4 í Brautarhvammi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags-og samgöngunefnd tekur vel í erindið og leggur til við sveitarstjórn að skipulags-og byggingarfulltrúa verði falið að hefja breytingar á deiliskipulagi svæðisins.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?