Dagskrá
ZAL vék af fundi undir þessum lið kl. 15:07.
1.Umsókn um byggingarleyfi við Brimslóð 8
2503057
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 7. október 2025 var máli vegna útgáfu byggingarleyfis við Brimslóð 8 vísað til meðferðar og ákvörðunar skipulags- og samgöngunefndar til fullnaðarafgreiðslu
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að útgáfu byggingarleyfis fyrir Brimslóð 8 verði hafnað þar sem núgildandi aðalskipulag leyfir ekki slíka framkvæmd. Verið er að vinna deiliskipulag fyrir umrætt svæði auk breytinga á aðalskipulagi. Það er yfirlýstur vilji sveitarfélagsins að hverfisvernd verði á gamla bænum og að ásýnd byggðarinnar verði varðveitt. Í deiliskipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag svæðisins sem auglýst var 18. júlí - 18. ágúst 2024 er skýrt tekið fram að unnið verði að vernd, viðhaldi, endurheimt og styrkingu bæjarmyndar gamla bæjarkjarnans og Klifamýrar. Sveitarfélagið hefur um langt árabil, eða frá árinu 2017 unnið að verndun svæðisins og stefnt er að því að þær fyrirætlanir verði staðfestar í nýju deiliskipulagi og aðalskipulagi. Á meðan þessi vinna fer fram og á grundvelli gildandi aðalskipulags er útgáfu byggingarleyfis hafnað.
Samþykkt með þremur atkvæðum, MÞ sat hjá.
ZAL kom aftur til fundar kl. 15:19
2.Breyting á aðalskipulagi Skagabyggðar vegna breytinga á veglínu
2509011
Vegagerðin hefur óskað eftir að Aðalskipulagi Skagabyggðar 2010-2030 verði breytt svo að Skagavegur fái nýja legu á um 1 km kafla rétt norðan við félagsheimilið Skagabúð, auk þess sem ný vegtenging er mörkuð að Hróarsstöðum.
Fyrir liggur tillaga að breytingu frá Landslagi ehf dags. 22. september s.l.
Fyrir liggur tillaga að breytingu frá Landslagi ehf dags. 22. september s.l.
Skipulags- og samgöngunefnd metur breytinguna sem óverulega skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði, enda liggi samþykki landeiganda. Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skagabyggðar 2010 - 2030 verði samþykkt og að farið verði með tillöguna skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.Lóðarmál við Húnabraut 4 og 6.
2509012
Til umræðu afmörkun lóða við Húnabraut 4 og 6 og aðgengi.
Skipulags- og samgöngunefnd vísar málinu til byggðarráðs varðandi framtíðar frágang svæðisins, og leggur til að farið verði í nauðsynlegar lagfæringar fyrir veturinn.
4.Garðabyggð 6, fyrirspurn um stækkun lóðar.
2510001
Bergþór Gunnarsson sendir inn fyrirspurn um beiðni um stækkun lóðar að Garðabyggð 6 L144897.
Skipulags-og samgöngunefnd hafnar stækkun á lóð og felur byggingafulltrúa að ræða við umsækjanda um nýtingu á viðkomandi spildu.
5.Deiliskipulag vestan Svínvetningarbrautar
2509002
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu skv. 30. gr. og fyrir nýtt deiliskipulagi skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40 gr. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 20
2509004F
20. Fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 21
2510001F
21. Fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
8.Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands
2510003
Lögð fram til kynninga ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 16:15.