Dagskrá
SÞS boðaði förföll og í hans stað mætti MÞ og HBE boðaði einnig forföll og í hans stað mætti GRL.
1.Ósk um umsögn vegna Aðalskipulags Skagafjarðar, Auglýsing tillögu (Nýtt aðalskipulag)
2508004
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir umsögna vegna tillögu að nýju aðalskipulagi Skagafjarðar, ásamt umhverfismatsskýrslu, skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Nefndin felur skipulags-og byggingafulltrúa að senda inn umsögn í samráði við heimastjórn gömlu Skagabyggðar vegna óvissu um sveitarfélagamörk.
2.Breyting á aðalskipulagi gamla bæjarins og Klifamýrar
2504041
Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030. Breyting á aðalskipulagi fyrir Gamla bæinn og Klifamýri felur í sér að blandað verslunar- og þjónustusvæði og hluti íbúðasvæða eru felld út og skilgreind sem miðsvæði, íbúðasvæði eða opin svæði, nýtt íbúðasvæði D og svæði fyrir þjónustustofnanir falla brott, opin svæði stækka og landbúnaðarsvæði færast undir þau, hverfisvernd á menningarsögulegum forsendum er sett á allt svæðið, og fram koma skilmálar og byggingarheimildir fyrir hvert svæði. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi er stefnumótandi fyrir deiliskipulag sem unnið er samhliða henni. Aðalskipulagsbreytingin er í samræmi skipulagslýsingu fyrir svæðið sem kynnt var þann 23.06.2025 til 14.07.2025.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og málsmeðferð verði skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.HB- Deiliskipulag gamla bæjarins
2311019
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi að gamla bæjarins á Blönduósi. Tillaga að deiliskipulag fyrir Gamla bæinn og Klifamýri byggir á verndun menningarsögulegrar ásýndar og heildarsvipmóts svæðisins með áherslu á tengsl gamla bæjarins og Klifamýrar sem órofa heild. Tillagan kveður á um skilgreiningu og staðsetningu lóða og byggingareita, setur fram lóða- og byggingarskilmála og fjallar um skilgreiningu gatnakerfis og göturýma, fjölda og staðsetningu bílastæða, og uppbyggingu stígakerfis og almenningssvæða. Tillagan er í samræmi skipulagslýsingu fyrir svæðið sem kynnt var þann 10.07.2024 til 18.08.2024.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og málsmeðferð verði skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Umsókn um stöðuleyfi við Húnabraut 37-39
2508010
Með innsendu erindi óskar Húnabyggð eftir stöðuleyfi fyrir húsið Gústasjoppu á lóðinni Húnabraut 37-39 fyrir liggur samþykki lóðarhafa.
Nefndin samþykkir stöðuleyfið.
5.Umferðaröryggisáætlun Húnabyggðar
2507002
Til kynninga og umræðu tilboð Eflu í gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Húnabyggð.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umferðaröryggisáætlun verði sett á fjárhagsáætlun 2026.
6.Reiðleið með Þverárfjallsvegi og gerði
2509003
Tekin fyrir umsókn hestamannfélagsins Neista og Snarfara um svæði fyrir hestagerði við reiðveg austan Blönduóss.
Nefndin samþykkir að fyrirhugað gerði verði staðsett austan Þverárfjallsvegar í landi Ennis. Nánari staðsetning skal fundin í samráði við skipulags-og byggingafulltrúa.
Nefndin áréttar að undirgöngin undir Þverárfjallsveg séu fjölnota og hugsuð fyrir gangandi,hjólandi og hestamenn.
Nefndin áréttar að undirgöngin undir Þverárfjallsveg séu fjölnota og hugsuð fyrir gangandi,hjólandi og hestamenn.
7.Deiliskipulag vestan Svínvetningarbrautar
2509002
Breytingar á aðal-og deiliskipulagi vestan Svínvetningabrautar.
Skipulags-og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingar á aðal og deiliskipulagi svæðisins.
Fundi slitið - kl. 17:00.