Dagskrá
HBE og SÞS boðuðu forföll og í þeirra stað komu GRL og GÁH.
1.Vegskilti, tillögur að staðsetningum.
2507011
Húnabyggð, sækir um uppsetningu á vegskiltum við Norðurlandsveg fyrir merkingar á Gamla bænum.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja staðsetningar fyrir vegskilti við Norðurlandsveg á núverandi skilta ramma.
2.Gamli bærinn, húsaskilti.
2508006
Lagt fram til kynningar.
3.Gönguleiðir meðfram Blöndu
2508001
Til umræðu, nýjar gönguleiðir með fram Blöndu.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til að farið verði í vinnu við göngu- og hjólastíg meðfram Blöndu frá Hrútey að Kvennfélagsgarðinum, eins og gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi.
4.Vatnsdalsvegur (722) Hringvegur - Flaga, umsókn um framkvæmdaleyfi
2507007
Vegagerðin óskar hér með eftir framkvæmdaleyfi til Húnabyggðar skv. 13. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um
framkvæmdaleyfi.
Framkvæmdin felur í sér endurbyggingu Vatnsdalsvegar (722) á um 9 km
löngum kafla frá Hringvegi og inn á land Flögu. Í framkvæmdinni er einnig
innifalin breikkun og lagning bundins slitlags á veg beggja vegna Kornsár, frá
st. 12.900-13.150 þar sem vegrið verða lengd og brúin merkt með skiltum og
blikkljósum., sjá fylgiskjal 1. Vegurinn verður 7 m breiður með bundnu slitlagi.
Gerð verða ein búfjárgöng í st. 740 og áningarstaður við Skúlahól. Áætlað er
að framkvæmdir hefjist í september 2025 og að þeim verði lokið í október
2027.
skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um
framkvæmdaleyfi.
Framkvæmdin felur í sér endurbyggingu Vatnsdalsvegar (722) á um 9 km
löngum kafla frá Hringvegi og inn á land Flögu. Í framkvæmdinni er einnig
innifalin breikkun og lagning bundins slitlags á veg beggja vegna Kornsár, frá
st. 12.900-13.150 þar sem vegrið verða lengd og brúin merkt með skiltum og
blikkljósum., sjá fylgiskjal 1. Vegurinn verður 7 m breiður með bundnu slitlagi.
Gerð verða ein búfjárgöng í st. 740 og áningarstaður við Skúlahól. Áætlað er
að framkvæmdir hefjist í september 2025 og að þeim verði lokið í október
2027.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfið.
5.Leiðbeiningar til sveitarfélaga um samræmingu skipulagsáætlana og leyfisveitinga við lög um stjórn vatnamála
2507004
Til umræðu leiðbeiningar Umhverfis- og orkustofnunar um samræmingu skipulagsáætlana og leyfisveitinga við lög um stjórn vatnamála.
Leiðbeiningarnar fjalla sérstaklega um hvernig samræma skal skipulagsáætlanir og leyfisveitingar við lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Hvað skal koma fram í skipulagsáætlunum sveitarfélaga (svæðis,- aðal- og deiliskipulag) og hvaða kröfur þarf að gera til framkvæmdaraðila við leyfisveitingu til þess að tryggja samræmi við stefnu vatnaáætlunar 2022-2027 og lög um stjórn vatnamála.
Leiðbeiningarnar fjalla sérstaklega um hvernig samræma skal skipulagsáætlanir og leyfisveitingar við lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Hvað skal koma fram í skipulagsáætlunum sveitarfélaga (svæðis,- aðal- og deiliskipulag) og hvaða kröfur þarf að gera til framkvæmdaraðila við leyfisveitingu til þess að tryggja samræmi við stefnu vatnaáætlunar 2022-2027 og lög um stjórn vatnamála.
Skipulags- og samgöngunefnd felur skipulags-og byggingafulltrúa að koma leiðbeiningunum til skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins.
6.Þverbraut 1, leiðrétting á stærð lóðar.
2507008
Húnabyggð sækir um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð á Þverbraut 1 L145130. Lóðin er skráð 1355,5 m² en verður 1984 m² samkvæmt mæliblaði gerðu af Stoð ehf., dagsett. 01.12.2015.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að afmörkun verði gerð í samræmi við núverandi skráningu lóðar.
7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 19
2507005F
19. fundagerð afgreiðslufundar byggingafulltrúa lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:30.