41. fundur 01. júlí 2025 kl. 16:00 - 17:15 á fundarstað 1
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varaformaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
  • Sævar Björgvinsson aðalmaður
  • Grímur Rúnar Lárusson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir
  • Pétur Bergþór Arason
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Skipulags-og byggingafulltrúi
Dagskrá
Agnar Logi Eiríksson boðaði forföll og Grímur Rúnar Lárusson kom í hans stað.
ZAL og GRL véku af fundi undir þessum lið.

1.Umsókn um stækkun á innkeyrslu við Melabraut 19

2506008

Með innsendu erindi óskar Lárus B Jónsson fyrir hönd Blöndu ehf eftir leyfi til stækkunar á innkeyrslu við Melabraut 19.

Um er að ræða breikkun um ca 5 metra til vesturs frá núverandi innkeyrslu.
Skipulags- og samgöngunefnd samþykkir umbeðnar breytingar á forsendum reglna um breytingar á gangstéttum við innkeyrslur á lóði frá 12. september 2023.
ZAL og GRL komu aftur til fundark kl 16:05.

2.Byggingaráform Ægisbraut 9

2501032

Með innsendu erindi dags. 20. janúar 2025 óskar Hjörleifur Júlíusson eftir áliti á fyrirhuguðum byggingaráformum að Ægisbraut 9 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið var tekið fyrir á 32. fundi nefndarinnar þann 10. febrúar þar sem byggingafulltrúa var falið að afla frekari gagna.
Skipulags- og samgöngunefnd samþykkir að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd fyrir eigendum Ægisbraut 3, 11 og 12 og Árbraut 35, þar sem að gert er ráð fyrir að byggingarmagn aukist. Fullnægandi gögn þurfa að berast áður en að grenndarkynning fer fram.

3.Fyrirspurn um framkvæmdir innan helgunarsvæðis háspennulínu á lóð Boreals við Rofahús

2506001

Til umræðu minnisblað frá Arkís arkitektastofu fyrir hönd BDC North ehf vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Fálkagerði.
Skipulags-og samgöngunefnd felur skipulags-og byggingafulltrúa að heimila bréfritara að leggja fram uppdrætti þar sem rofahús er sýnt innan helgunarsvæðis, Byggingarleyfi verður gefið út þegar að línan verði tekin úr notkun og fjarlægð og fullnægandi gögn hafa borist.

4.Skiltareglur fyrir Húnabyggð

2506007

Til umræðu skiltareglur fyrir Húnabyggð.
Skipulags- og samgöngunefnd fór yfir drög af skiltareglum Húnabyggðar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera þær breytingar sem að komu upp á fundinum.

5.Lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030, Sunnubraut-Holtabraut

2506005

Tekin fyrir lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030, dagsett júní 2025. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 þar sem gert er ráð fyrir fjölgun lóða við Sunnubraut og við Holtabraut, um leið minnkar svæði O1 til samræmis. Deiliskipulagsbreyting verður unnið samhliða aðalskipulagi og verða báðar tillögur auglýstar samtímis.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsining verði samþykkt og að hún hljóti málsmeðferð í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?