Dagskrá
BH boðar forföll og í hans stað mætir SB
1.Gróustaðir - Umsókn um byggingarleyfi
2311135
Til afgreiðslu ný staðsetning fyrir sumarhús að Gróustöðum í Vatnsdal samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags-og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við nýja staðsetningu hússins.
2.Breyting á aðalskipulagi gamla bæjarins og Klifamýrar
2504041
Tekin fyrir skipulagslýsing dags. 28. apríl s.l. vegna breytingar á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010 - 2030 fyrir gamla bæjarkjarnann og Klifamýri á Blönduósi.
Í breytingu á aðalskipulagi verða gerðar breytingar á landnotkun og skilgreint miðsvæði um gamla bæjarkjarnann með ákvæðum um vernd byggðarinnar og stefnu fyrir útlit og ásýnd bygginga á svæðinu. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi verður stefnumótandi fyrir deiliskipulag sem unnið er samhliða breytingu á aðalskipulagi. Skipulagslýsing er í samræmi við lýsingu deiliskipulags fyrir svæðið sem kynnt var þann 28.10.2024 til 28.11.2024.
Í breytingu á aðalskipulagi verða gerðar breytingar á landnotkun og skilgreint miðsvæði um gamla bæjarkjarnann með ákvæðum um vernd byggðarinnar og stefnu fyrir útlit og ásýnd bygginga á svæðinu. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi verður stefnumótandi fyrir deiliskipulag sem unnið er samhliða breytingu á aðalskipulagi. Skipulagslýsing er í samræmi við lýsingu deiliskipulags fyrir svæðið sem kynnt var þann 28.10.2024 til 28.11.2024.
Skipulags- og samgöngunefnd fór yfir skipulagslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
3.Breyting á aðalskipulagi Húnavatnshrepps, Blöndulína 3
2407001
Tekið fyrir að nýju erindi um breytingu á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna Blöndulínu 3. Um er að ræða 220 kV loftlínu sem liggur um Húnabyggð á um 18 km löngum kafla frá Blöndustöð austur í Skagafjörð um Kiðaskarð niður í Mælifellsdal.
Skipulags- og matslýsing var kynnt frá 27. ágúst 20. september s.l. og umsagnir nýttar við mótun tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps.
Fyrir liggur tillaga dags. 2. október 2024 frá Landslagi ehf. með greinargerð, umhverfisskýrslu og uppdrætti.
Skipulags- og matslýsing var kynnt frá 27. ágúst 20. september s.l. og umsagnir nýttar við mótun tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps.
Fyrir liggur tillaga dags. 2. október 2024 frá Landslagi ehf. með greinargerð, umhverfisskýrslu og uppdrætti.
Skipulags- og samgöngunefnd samþykkir að tillagan verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 17
2505001F
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fyrir til kynningar. Á afgreiðslufundi var tekið fyrir umsókn um byggingarleyfi að Neðstabæ og umsókn um byggingarleyfi fyrir fjarskiptakúlur að Fálkagerði 6A.
Fundagerð 17. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lög fram til kynningar.
ZAL vék af fundi undir lið 5 og 6 kl:15:49.
5.Umsókn um byggingarleyfi við Brimslóð 8
2503057
Með innsendu erindi óskar Inga Elísa Bergþórsdóttir fyrir hönd Brimslóðar ehf eftir byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á rörasteypunni við Brimslóð 8.
Skipulags- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu og biður skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna.
6.Innkeyrsla við Holtabraut 12
2504040
Með innsendu erindi dags. 16. apríl 2025 óska eigendur Holtabrautar 12 eftir leyfi til að breikka innkeyslu um allt að 11,5 metra.
Skipulags- og samgöngunefnd samþykkir umbeðnar breytingar á forsendum reglna um breytingar á gangstéttum við innkeyrslur á lóði frá 12. september 2023.
Fundi slitið - kl. 16:30.