24. fundur 29. maí 2024 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varaformaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson
  • Pétur Bergþór Arason
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.HB- Deiliskipulag gamla bæjarins

2311019

Til afgreiðslu skipulagslýsing fyrir gamla bæinn. Undir þessum líð komu þeir Gunnlaugur Haraldsson og Páll Jakob Lindal.
Skipulags-og byggingarnefnd leggur til að gengið verði frá skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum og áherslur nefnarinnar og hún lögð fyrir sveitarstjórn. Lýsingin verði síðan kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga.
Gunnlaugur og Páll viku af fundi
ZAL vék af fundi undir þessum lið

2.Umsókn um byggingarleyfi við Brimslóð 10C

2405002

Með innsendu erindi dags. 6. maí 2024 óska eigendur Brimslóðar 10C eftir byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Í gildandi aðalskipulagi 2010-2030 segir svo: "Á svæðinu er hótel, trésmiðja, skrifstofur og íbúðir. Svigrúm er fyrir stækkun á hóteli innan reitsins en annars telst svæðið vera fullbyggt. Gert verði ráð fyrir samkomutorgi við Brimslóð sem verði útfært sem fallegt almenningssvæði innanum gamla byggð. Stuðlað verði að aðlaðandi ásýnd byggðarinnar og áhersla lögð á að frágangur opinna rýma, s.s. hvað varðar yfirborðsefni, gróður og lýsingu. Stærð svæðis 2 ha."
Við afgreiðslu erindisins var leitað álits skipulagslögfræðings sveitarfélagsins.
Nefndin hafnar að veita umbeðið byggingarleyfi á grundvelli aðalskipulags.
ZAL kom aftur inn á fundinn

3.Umsagnarbeiðni vegna aðalskipulag Skagafjarðar.

2405038

Ósk um umsögn vegna skipulags-og matslýsingar aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040
Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.

4.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna jarðvegsframkvæmda

2405039

Til afgreiðslu umsókn um framkvæmdarleyfi vegna jarðvegsframkvæmda við veiðihús laxár á Ásum
Skipulagsfulltrúa falið að veita umbeðið leyfi

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 8

2405011F

Lagt fram til kynningar
Tekið til kynningar afgreiðslufund skipulags- og byggingarfulltrúa sem haldin var þriðjudaginn 28. maí 2024.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?