17. fundur 08. nóvember 2023 kl. 13:00 - 16:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson
  • Birgir Þór Haraldsson
  • Maríanna Þorgrímsdóttir
  • Sævar Björgvinsson
Starfsmenn
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Börkur Þór Ottósson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Börkur Ottósson
Dagskrá

1.HB - Deiliskipulag við Blöndustöð

2308005

Lögð er fram skipulagslýsing deiliskipulags Blöndustöðvar sem Landslag ehf. hefur unnið fyrir hönd Landsvirkjunar, en nefndin samþykkti á fundi sínum 9. september 2023 að heimila Landsvirkjun að vinna deiliskipulag fyrir Blöndustöð.

Í lýsingunni koma fram helstu áherslur við deiliskipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur og stefnu ásamt fyrirhuguðu skipulagsferli.

Núverandi starfsemi Blöndustöðvar verður skilgreind í deiliskipulagi ásamt fyrirhugaðri frekari uppbyggingu.
Erindinu frestað til næsta fundar.

2.HB- Endurskoðun Aðalskipulags Húnabyggðar

2309001

TIl umræðu fyrirhuguð endurskoðun aðalskipulags Húnabyggðar. Undir þessum lið kom Árni Ólafsson frá teiknistofu arkitektar og kynnt fyirhugaða vinnu við endurskoðun aðalskipulags Húnabyggðar.

3.HB- Deiliskipulag gamla bæjarins

2311003

Árni Ólafsson frá teiknistofu arkitekta, Helga Vilmundardóttir frá Stáss arkitektum

og Páll Lindal frá TGJ teiknistofu kynna vinnu við deiliskipulag gamla bæjarins á Blönduósi.
Lagt fram til kynningar

4.HB- Deiliskipulag.

2304007

Til umræðu fyrirhuguð deiliskipulagsvinna í Húnabyggð.
Lagt fram til kynningar

5.Umsókn um stöðuleyfi fyrir 40 feta gam við Efstubraut 1

2311001

Með innsendu erindi óskar Kalksalt ehf eftir stöðuleyfi fyrir 40 feta gámi við Ennisbraut 1.
Nefndinn gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur byggingafulltrúa að veita umbeðið leyfi með fyrirvara um leyfi lóðarhafa.

6.Hveravellir, stofnun lóða í Þjóðlendu.

2311004

Húnabyggð leggur til að sótt verði um til forsætisráðuneytisins að stofna sjö lóðir á Hveravöllum í þjóðlendunni Auðkúluheiði.
Nefndinn leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að stofnaðar verði sjö lóðir á Hveravöllum í þjóðlendunni Auðkúluheiði.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?