14. fundur 02. ágúst 2023 kl. 15:00 - 16:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson
  • Þórdís Erla Björnsdóttir
  • Edda Brynleifsdóttir
  • Birgir Þór Haraldsson
Starfsmenn
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Börkur Þór Ottósson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson
Dagskrá
Zophonías Ari Lárusson vék af fundi undir þessum lið.

1.Varðar lóðarmál húseigna Brimslóðar ehf á Blönduósi

2308001

Með innsendu erindi dag. 31. júlí 2023 óska eigendur Brimslóðar 8 og 10a,b og c eftir rökstuddu svari skipulagsyfirvalda Húnabyggðar á afmörkun umræddra lóða.
Þar sem deiliskipulag gamla bæjarhlutans er enn í vinnslu og mun vera það næstu mánuði er ekki hægt að loka einstökum þáttum deiliskipulagsins eins og t.d. lóðarmálum. Skýr sýn á framtíðarskipulag svæðisins er ein forsenda fyrir samningum við lóðarhafa og samtal við lóðarhafa um þeirra sýn og álit á skipulagsmálum er þegar hafið. Stáss arkitektastofa hefur nú þegar hafið störf við deiliskipulag gamla bæjarhlutans. Það er þó ekki neitt því til fyrirstöðu að hefja samtal um lóðarmál með þeim fyrirvara að deiliskipulag liggur ekki fyrir. Skipulags- og byggingarfulltrúi ásamt sveitarstjóra er falið að vinna það mál áfram.
Zophonías Ari Lárusson kom aftur inn á fundinn og tók við fundarstjórn.

2.HB - Skipulag og byggingarreitur fyrir fyrihugaða nýbyggingu leikskóla.

2307009

Til umræðu Skipulag og byggingarreitur fyrir fyrirhugaða nýbyggingu leikskóla.
Lagt fram til kynningar.

3.HB - Neðri-Mýrarnáma, umsókn um framkvæmdarleyfi.

2303009

Króksverk ehf. sækir um að fá útgefið framkvæmdarleyfi til 31.12.2037 sem samþykkt var á fundi nefndarinnar þann 5.4.2023 til eins árs.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdarleyfi til fjögurra ára enda liggi fyrir samþykki landeigenda.

4.HB- Sólheimar - Umsókn um stofnun lóðar

2307006

Með innsendu erindi dags.24.07.2023 óskar Þorleifur Ingvarsson eftir að lóðin Víkur 2 verður stofnuð út úr jörðinni Sólheimum L145317 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar Víkur 2 úr landi Sólheima L145317.

5.HB - Fyrirspurn vegna lóðar

2307007

Til umræðu fyrirspurn um lóð fyrir hleðslustöðvar frá Orkusölunni.
Umræður urðu um framtíðarskipulag fyrir hleðslustöðvar í Húnabyggð.
Skipulags- og byggingarnefnd felur Skipulag- og byggingfulltrúa að vinna málið áfram.

6.HB - Ósk um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarna á Blönduósi

2307008

Með innsendu erindi dags. 27. júlí 2023 Óskar Pétur Ingi Sveinbjörsson eftir framkvæmdarleyfi fyrir hönd Vegagerðarinnar. Um er að ræða sjóvarnir við Húnabraut og Ægisbraut.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggafulltrúa sé falið að veita umbeðið framkvæmdaleyfi og vísar afgreiðslu um kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins til byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 16:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?