11. fundur 03. maí 2023 kl. 16:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varamaður
  • Þórdís Erla Björnsdóttir
  • Edda Brynleifsdóttir
  • Arnrún Bára Finnsdóttir
Starfsmenn
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá

1.HB-Sölvatunga, umsókn um byggingarheimild.

2304005

Heimir Guðmundsson sækir um byggingarheimild fyrir viðbyggingu á Sölvatungu F2138002.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja byggingarheimild fyrir viðbyggingu á Sölvatungu. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

2.HB - Hótel Blönduós, umsókn um uppsetningu skilta.

2304003

Hótel Blönduós ehf sækir um uppsetningu á skilti á Aðalgötu 6 og breytingu á skilti sem staðsett er á lóð Hnjúkabyggðar 33.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja uppsetningu skiltis á Aðalgötu 6 og breytingu á skilti á Hnjúkabyggð 33.

3.HB - Umsögn vegna breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026.

2305001

Húnaþing vestra óskar eftir umsögn Húnabyggðar sem varðar breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir engar athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026.
Skipulags- og byggingarnefnd skorar á sveitarstjórn að taka upp umræðu sem varðar aðalskipulag og deiliskipulög sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?