9. fundur 08. mars 2023 kl. 14:00 - 15:21 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Birgir Þór Haraldsson
  • Þórdís Erla Björnsdóttir
  • Edda Brynleifsdóttir
  • Agnar Logi Eiríksson
Starfsmenn
  • Bogi Magnusen Kristinsson skipulagsfulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrsidóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá

1.HB- Leifstaðir 1 og 2, umsókn um stöðuleyfi.

2212002

Qair Iceland sækir um stöðuleyfi fyrir 10 feta gám í landi Leifstaða 1 og 2.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stöðuleyfi fyrir 10 feta gám í landi Leifsstaða 1 og 2. Stöðuleyfi veit til eins árs frá útgáfu leyfis.

2.HB - Aðalgata 6, umsókn um byggingarheimild.

2301006

Gamli bærinn, þróunarfélag ehf, sækir um að bætt verði inn í byggingarheimildina uppbygging og breyting á svölum og samtengdan brunastiga á vestur hlið hússins.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila viðbætur á byggingarheimild á Aðalgötu 6. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

3.HB - Pétursborg, umsókn um byggingarheimild.

2302006

Grétar Guðmundsson ehf, tilkynnir framkvæmd fyrir breytingum innandyra og að utan fyrir Pétursborg.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila tilkynnta framkvæmd þar sem um engar útlitsbreytingar erum á framkvæmdinni.

4.HB - Aðalgata 9, Krútt bakarý, umsókn um byggingarheimild.

2302007

Gamli bærinn, þróunarfélag ehf, sækir um byggingarheimild fyrir breytingum innandyra og að utan fyrir Aðalgötu 9, Krútt bakarý.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarheimild á Aðalgötu 9. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

5.HB - Húnabraut 4, umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir rafhleðslustöð.

2302008

Ámundakinn ehf, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir uppsettningu á rafhleðslustöð á Húnabraut 4.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila framkvæmdarleyfi fyrir uppsettningu á rafhleðslustöð á Húnabraut 4.

6.Umsókn um stofnun fasteignar - Eyvindarstaðaheiði

1509009

Forsætisráðuneytið óskar eftir stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Heiti fasteignar verður Eyvindarstaðaheiði og er 693 km² að stærð samkvæmt uppdrætti frá Landform dags. 01.05.2015. Afgreiðsla á málinu var frestað á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 16.09.2015.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun þjóðlendu á Eyvindarstaðaheiði.

7.HB - Norðurlandsvegur 3, umsókn um framkvæmdarleyfi.

2303003

N1 ehf, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir frágang á yfirborði sameinaðra lóða sem áður voru skráðar á Norðurlandsveg 3 og 3a og uppsetningu á rafmagnshleðslu búnaði og spennistöð. Um er að ræða niðurföll og lagnir í jörðu undir yfirborði lóðar. Yfirborðið verður hellulagt og malbikað.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila framkvæmdarleyfi á Norðurlandsvegi 3 eftir gildistöku deiliskipulagsins við Norðurlandsveg i B-deild stjórnartíðina.

8.HB - umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara.

2303002

Míla óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara á eftirfarandi svæðum, Efstabraut, Heiðarbraut, Hlíðarbraut, Holtabraut, Hólabraut, Melabraut, Urðarbraut.

Þetta eru alls 89 staðföng og 87 íbúðir.

Míla óskar einnig eftir að fá aðstöðu fyrir geymslu á efni og tækjum á meðan framkvæmd stendur.
Erindinu frestað. Klára þarf samninga við sveitarfélagið áður en endanleg ákvörðun liggur fyrir.

9.HB - Gróustaðir, umsókn um byggingarleyfi.

2303001

PG ehf, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundarhúsi í landi Gróustaða L230826.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarleyfi fyrir byggingu frístundarhúss í landi Gróustaða. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram og í samráði við Vegagerðina.

10.HB - Brimslóð 10 B, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu til suðurs.

2303005

Brimslóð ehf, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á Brimslóð 10B L145180.

ZAL vék af fundi undir þessum lið. BÞH tekur við fundarstjórn.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fresta afgreiðslu máls, þar til að tekin verður afstaða til fyrirhugaðs byggingarmagns á lóð inn í deiliskipulastillöguni sem er í vinnslu og einnig afmörkun lóðar þar sem lóðarmörk liggja ekki fyrir.

11.HB - Brimslóð 10 C, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á geymslu.

2303004

Brimslóð ehf, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á Brimslóð 10C L145181.

ZAL vék af fundi undir þessum lið. BÞH tekur við fundarstjórn.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fresta afgreiðslu máls, þar til að tekin verður afstaða til fyrirhugaðs byggingarmagns á lóð inn í deiliskipulastillöguni sem er í vinnslu og einnig afmörkun lóðar þar sem lóðarmörk liggja ekki fyrir.

12.HB - Fjósar, umsókn um stöðuleyfi.

2303007

Heiða Rós Eyjólfsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 3 skúrum á jörðinni Fjósum L145363.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stöðuleyfi fyrir 3 skúrum á jörðinni Fjósum með fyrirvara um að fyrir liggi afstöðuppdráttur af staðsetningu og einnig framtíðaráætlun skúrana. Stöðuleyfi veitt til eins árs frá útgáfu leyfis.

13.HB - Steinárgerði, umsókn um niðurrif á skemmu.

2303006

Óskar Leifur Guðmundsson, sækir um leyfi fyrir niðurrifi á skemmu mhl 05 í landi Steinárgerði L145393.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif á skemmu mhl 05 í landi Steinárgerði. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 15:21.

Getum við bætt efni þessarar síðu?