Dagskrá:
- Dagdeild, staða mála 2406031
Á síðasta fundi ráðsins upplýsti félagsmálastjóri um stöðu málsins en þá var virkt samtal komið á við Sjúkratryggingar Íslands. Enn beðið eftir upplýsingum frá SÍ en gögn hafa verið send frá félagsþjónustu sem óskað var eftir. Félagsmálastjóri hefur ítrekað beiðni um fund.
- Fyrirspurn frá FEB um tekjur og gjöld (Málefni eldra fólks í Húnabyggð) 2507009
Formaður FEBH sendi beiðni fyrir 10. fund ráðsins og óskaði eftir upplýsingum um þær tekjur sem sveitarfélagið fær af útsvari og fasteignagjöldum eldri borgara annars vegar og hins vegar hversu mikinn kostnað sveitarfélagið leggur til í málaflokkinn. Vegna sumarleyfa var ekki unnt að verða við beiðninni á þeim tíma og fært til bókar á 10. fundi ráðsins að stefnt sé á upplýsingagjöf á fundi ráðsins í dag.
Ekki hefur gefist tími til að taka upplýsingar saman. Tilgangur fyrirspurnarinnar er að varpa ljósi á gróft hlutfall tekna og gjalda vegna málaflokks eldri borgara. Formaður FEBH vísar til kostnaðar- og ábátagreiningar KPMG frá 2023 til frekari umræðu, en þar er hægt að sjá frekari greiningu gagna á landsvísu.
Formaður öldungaráðs, formaður FEBH og sveitarstjóri vinna málið áfram.
- Áherslur öldungaráðs fyrir fjárhagsáætlun
Að sveitarfélagið ráði fagaðila, t.d. íþróttakennara eða sjúkraþjálfara, til að sinna Bjartur lífsstíll og Heilsueflandi samfélag þar sem unnt væri að sinna betur þeim hópum sem við á. Ráðið telur mikilvægt að ráða sérstakan starfsmann til verkefnisins til að unnt sé að vinna verkefnið af þeim krafti sem þeim er ætlað. Í þessu samhengi þyrfti sveitarfélagið að gera eldri borgurum kleift að stunda heilsueflingu sér að kostnaðarlausu, t.d. ef sveitarfélagið greiði fyrir þjálfara, íþróttakennara eða sjúkraþjálfara og sé í auknu samstarfi við USAH.
Að áætlaður sé kostnaður vegna dagdvalar Húnabyggðar og HSN.
Að lagt sé púður í að markaðssetja og auka sýnileika þeirrar þjónustu sem er í boði fyrir eldri borgara, t.d. uppfæra heimasíður, kynningarefni á heimili o.þ.h.
Að unnin sé þarfagreining sem skoðar sérstaklega þær hindranir sem eru í vegi fólks og koma í veg fyrir að það geti tekið þátt, og þá taki þátt, í skipulögðu lýðheilsu- og félagsstarfi fyrir eldri borgara.
Að áætlaður sé kostnaður vegna mögulegrar grænmetisræktunar fyrir eldri borgara í samstarfi við HSN, Vinnuskóla Húnabyggðar og aðra hagaðila. Slíkt verkefni sameinar félagslegt samneyti fólks sem og lýðheilsumarkmið, sem hvetur m.a. til heilbrigðs lífernis og vellíðunar.
Að áætlaður sé kostnaður í gönguleið með góðu aðgengi frá Flúðabakka og að Blöndubrú, og áfram að verslunar- og þjónustukjarna við Melabraut. Slíkt aðgengi myndi bæta þjónustu við fleiri hópa en aldraða.
Að áætlaður sé kostnaður til að yfirfara og lagfæra gangstéttar sem eru sprungnar og illa farnar, með tilheyrandi fallhættu, til að halda áfram þeirri vinnu sem unnin hefur verið þessu ári til lagfæringa.
Formaður ráðsins sendir þessari áherslur áfram til byggðaráðs til umfjöllunar fyrir fjárhagsáætlun næsta árs.
- Önnur mál
Ekkert bókað undir þessum lið