Dagskrá
1.Reglur um akstur eldri borgara
2301019
Reglur og gjaldskrár vegna aksturs eldri borgara. Tekið fyrir að nýju.
2.Dagdvöl, staða mála og næstu skref
2310006
Dagdvöl aldraðra
Málið er í vinnslu sveitarstjóra, félagsmálastjóra og yfirhjúkrunarfræðings svæðis HSN. Skv. sveitarstjóra hefur ekki verið unnt að kostnaðarmeta dagdvölina og því ekki verið sett á fjárhagsáætlun eins og er.
Öldungaráð leggur mikla áherslu á að unnið sé fljótt og vel í þessum málum, og dagdvöl sé a.m.k. sett á fjárhagsáætlun næsta árs.
Öldungaráð leggur mikla áherslu á að unnið sé fljótt og vel í þessum málum, og dagdvöl sé a.m.k. sett á fjárhagsáætlun næsta árs.
3.Fréttr frá HSN
2411035
Fréttir frá HSN
Ekkert bókað undir þessum lið
4.Fréttir frá Félags- og skólaþjónustu
2411034
Fréttir frá Félags- og skólaþjónustunni
Fyrirspurn um umsóknir íbúða í Hnitbjörgum og fyrirkomulag úthlutunar. Brýnt að koma á fleiri leiguíbúðum fyrir eldri borgara.
Skipuð hefur verið slitastjórn yfir byggðasamlagi Félags- og skólaþjónustu A-Hún. Öldungaráð bindur vonir við að slit byggðasamlagsins verði til þess að öldrunarþjónusta sveitarfélagsins verði sterkari eftir atvikum og samþætt við HSN, til dæmis verkefnið „Gott að eldast“.
Verkefnið Bjartur lífstíll hefur ekki náð því flugi sem æskilegt er.
Skipuð hefur verið slitastjórn yfir byggðasamlagi Félags- og skólaþjónustu A-Hún. Öldungaráð bindur vonir við að slit byggðasamlagsins verði til þess að öldrunarþjónusta sveitarfélagsins verði sterkari eftir atvikum og samþætt við HSN, til dæmis verkefnið „Gott að eldast“.
Verkefnið Bjartur lífstíll hefur ekki náð því flugi sem æskilegt er.
5.Fréttir frá Félagi eldri borgara
2411033
Fréttir frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi
Ásgerður fór yfir starfsemi félags eldri borgara í Húnaþingi. Félagsmenn eru 167, langflestir í Húnabyggð og um 20 félagsmenn á Skagaströnd. Það háir félaginu að hafa ekki fast húsnæði undir starfsemina. Í dag er rýmri aðgangur að Þverbraut 1, að loknu félagsstarfi aldraðra. Í því rými er starfsemi flesta daga sem gerir erfitt fyrir félagið að halda starfsemi gangandi, t.d. með opnu húsi. Samstarf við félagsstarf aldraðra hefur verið með miklum ágætum.
Lögð áhersla á ferðir og ferðalög, jólahlaðborð áætlað í desember þar sem áætlað er að sæki 70-80 manns.
Félagið hefur undanfarið lagt mikla áherslu á kjarabaráttu eldri borgara og sent ályktanir til þar til bærra aðila. Lykilatriði að bæta kjör eldri borgara.
Heimsókn frá Húnaþingi vestra, þar sem boðið var til veislu í Félagsheimilinu á Blönduósi. Um 130 manns mættu og mikil ánægja var með viðburðinn.
Tilefni til að efla aftur samstarf eldri borgara og yngri kynslóðarinnar, m.a. með því að spila og fleira. Ásdís hefur samband við Húnaskóla og hvetur til frekara samstarfs. Félagið er hvatt til að koma hugmyndum á framfæri við skrifstofu sveitarfélagsins.
Athugasemdir eru við snjómokstur við Hnitbjörg, Flúðabakka og á bílastæði HSN
Lögð áhersla á ferðir og ferðalög, jólahlaðborð áætlað í desember þar sem áætlað er að sæki 70-80 manns.
Félagið hefur undanfarið lagt mikla áherslu á kjarabaráttu eldri borgara og sent ályktanir til þar til bærra aðila. Lykilatriði að bæta kjör eldri borgara.
Heimsókn frá Húnaþingi vestra, þar sem boðið var til veislu í Félagsheimilinu á Blönduósi. Um 130 manns mættu og mikil ánægja var með viðburðinn.
Tilefni til að efla aftur samstarf eldri borgara og yngri kynslóðarinnar, m.a. með því að spila og fleira. Ásdís hefur samband við Húnaskóla og hvetur til frekara samstarfs. Félagið er hvatt til að koma hugmyndum á framfæri við skrifstofu sveitarfélagsins.
Athugasemdir eru við snjómokstur við Hnitbjörg, Flúðabakka og á bílastæði HSN
6.Önnur mál
2206034
Önnur mál
Björn segir frá málþingi um starf öldungaráða sem hann og Ásgerður sóttu á haustdögum. Þar kom m.a. fram að í sumum sveitarfélögum hafa öldungaráð tækifæri til þess að hafa áhrif á fjárhagsáætlun sveitarfélags. Það sé vert að hafa í huga við gerð fjárhagsáætlunar árið 2025.
Þá gerir Björn athugasemd við að ekki hefur verið gengið frá erindisbréfi ráðsins.
Þá gerir Björn athugasemd við að ekki hefur verið gengið frá erindisbréfi ráðsins.
Fundi slitið - kl. 14:32.
Miklar umræður um ferðir innan þéttbýlis á Blönduósi, og öldungaráð hvetur sveitarfélagið til þess að setja á reglulegar ferðir innanbæjar m.a. til að sækja þjónustu í verslun og þess háttar.