7. fundur 24. júní 2024 kl. 16:30 - 17:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Magnús Sigurjónsson aðalmaður
 • Ásdís Ýr Arnardóttir aðalmaður
 • Jón Gíslason aðalmaður
 • Bóthildur Halldórsdóttir varamaður
  Aðalmaður: Ragnheiður Þorsteinsdóttir
 • Ásgerður Pálsdóttir aðalmaður
 • Björn Magnússon aðalmaður
 • Helga Margrét Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Ásta Þórisdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásdís Ýr Arnardóttir formaður Öldungaráðs
Dagskrá

1.Dagdeild HSN og Húnabyggðar

2406031

Minnisblað starfshóps um möguleika á dagdvöl aldraðra í Húnabyggð
Formaður og fulltrúi HSN kynntu minnisblað starfshóps um möguleika á dagdvöld aldraðra í Húnabyggð. Skv. tillögum starfshópsins yrði væntanleg dagdvöl rekin í samstarfi HSN og Húnabyggðar en á forræði Húnabyggðar. Tillögur starfshópsins gera ráð fyrir þvi að dagdvöl yrði rekin í sveitarfélaginu, í samstarfi við HSN en til að svo geti orðið þarf að sækja um til Sjúkratrygginga Íslands rekstur á dagdvalarrýmum og ganga til samninga við HSN. Starfshópurinn gerir það að tillögu sinni að byggðarráð Húnabyggðar taki við verkefninu gog ljúki við fyrsta tækifæri, eigi síðar en við fjárhagsáætlunargerð ársins 2025. Þá gerir starfshópurinn það einni gað tillögu sinni að dagdvöl taki til starfa eigi síðar en 1. janúar 2025 á 4. hæð HSN á Blönduósi.

2.Reglur og gjaldskrá um akstursþjónustu aldraðra í Húnabyggð

2406028

Reglur og gjaldskrá um akstursþjónustu aldraðra í Húnabyggð
Fyrir fundinum lágu til kynningar reglur og gjaldskrá um akstursþjónustu aldraðra í Húnabyggð sem samþykktar voru á síðasta fundi byggðarráðs.

Miklar umræður voru um 2. gr. gjaldskrár aksturs fyrir eldri borgara og óskar öldungaráð eftir því að byggðarráð taki greinina til umfjöllunar að nýju.
Fundarmenn gera athugasemdir við þann lið hvað varðar kostnað, skipulag ferða og kílómetrafjölda. Ráðið óskar eftir því að byggðaráð skýri frekar hvað er átt við með stakri ferð. Eigið gjaldið við um staka ferð á milli staða en ekki heimakstur að auki er gjaldið er of hátt. Þá leggur ráðið til að 4. gjaldflokkurinn falli niður og hámarksgjald miðist þá við 20 km.
Jafnframt kemur fram sú hugmynd frá Birni Magnússyni (Feb) að lagt sé til eitt gjald fyrir ferðir, óháð kílómetrafjölda.

3.Önnur mál

2206034

Engin önnur mál voru tekin fyrir

Fundi slitið - kl. 17:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?