6. fundur 04. janúar 2024 kl. 15:00 - 16:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Magnús Sigurjónsson aðalmaður
  • Ásdís Ýr Arnardóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Ragnheiður Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásgerður Pálsdóttir aðalmaður
  • Björn Magnússon aðalmaður
  • Helga Margrét Jóhannesdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ásdís Ýr Arnardóttir
Dagskrá
Ingiríður Ásta Þórisdóttir mætti frá Félags- og skólaþjónustunni

1.Dagdvöl, staða mála og næstu skref

2310006

Dagdvöl, staða mála og næstu skref
Byggðaráð hefur skipað Auðun S. Sigurðsson sem fulltrúa ráðsins í starfshóp vegna dagdvalar.

Formaður Öldungaráðs ber upp tillögu um að Ásdís Ýr Arnardóttir, I. Ásta Þórisdóttir, Helga Margrét Jóhannesdóttir og Björn Magnússon séu fulltrúar Öldungaráðs í starfshóp um dagdvöl. Ásdís Ýr mun boða fyrsta fund.

Tillaga samþykkt samhljóða.

Óskað er eftir frekari upplýsingum frá stjórnsýslu sveitarfélagsins svo unnt sé að skilgreina útfærslu, kostnað og fleira vegna þessa.

Lagt er til að starfshópurinn komi saman við fyrsta tækifæri og skili tillögum sínum til Öldungaráðs á næsta fundi ráðins í apríl n.k.

2.Reglur um akstur eldri borgara

2301019

Reglur um akstursþjónustu fyrir aksturreglur
Reglur um akstur eldri borgara hafa ekki verið afgreiddar innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Áhöld eru um hvernig standa eigi að akstri, og hvort standa eigi að akstri fyrir eldri borgara í dreifbýli.

Umræður voru á fundinum um mögulegt fyrirkomulag og fyrirmyndir á samskonar þjónustu, hjá Blönduósbæ og Húnavatnshreppi. Þá kynnti Ásgerður Pálsdóttir reglur um akstur fyrir eldri borgara hjá öðrum sveitarfélögum.

Formaður Öldungaráðs leggur fram eftirfarandi bókun:

Öldungaráð óskar eftir því að sveitarfélagið taki ákvörðun um akstur fyrir eldri borgara hið fyrsta. Málið hefur dregist úr hömlu.

Mjög mikilvægt er að mati ráðsins að boðið sé upp á akstur fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu, meðal annars til að draga úr mögulegri einangrun fólks, og tryggja jafnan aðgang að félagslegri þátttöku.

3.Húsnæðismál eldra fólks

2303037

Húsnæðismál aldraðra
Ásgerður Pálsdóttir óskaði eftir umræðu fundarins um húsnæðismál eldri borgara.

Umræður sköpuðust á fundinum um mikilvægi þess að unnið sé að húsnæðismálum eldri borgara í sveitarfélaginu.

4.Félagsleg heimaþjónusta, sjúkraþjálfun, húsnæðismál og stuðningsþjónusta eldra fólks.

2310008

Félagsleg heimaþjónusta, sjúkraþjálfun og stuðningsþjónusta eldra fólk
Formaður ráðsins upplýsti að samkvæmt fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu A-Hún er gert ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum í Hnitbjörgum og Ægisgrund við endurnýjun íbúa. Þá er biðlisti eftir búsetu á Sæborgar á Skagaströnd, sem þjónustar allt landið. Á Sæborg er boðið upp á hjúkrunar- og þjónusturými í einstaklingsíbúðum og sameiginlegu þjónusturými.


Formaður ráðsins óskaði eftir því við fulltrúa Félags- og skólaþjónustu A-Hún og fulltrúa HSN að greina frá stöðu mála í samræmi við bókun síðasta fundar.




Ingiríður Ásta Þórisdóttir (FélAHún) upplýsti að gengið hefur verið frá ráðningu starfsmanns í félagslega heimaþjónustu. Þá eru einnig starfandi starfsmenn í félagslegri liðveislu.

Ásgerður ítrekaði mikilvægi þess að upplýsingar um mögulega þjónustu sé aðgengilegar.

Helga Margrét Jóhannesdóttir (HSN) upplýsti um heilsueflandi heimsóknir sem unnar voru í samstarfi félagsþjónustu og heilsugæslu hafa legið niðri um langt skeið en til stendur að endurvekja þær heimsóknir.

5.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Lagt er til að næsti fundur ráðsins sé fimmtudaginn 18. apríl kl. 15:00

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?