5. fundur 25. september 2023 kl. 09:00 - 10:06 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson varamaður
    Aðalmaður: Magnús Sigurjónsson
  • Ásdís Ýr Arnardóttir aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson varamaður
    Aðalmaður: Jón Gíslason
  • Ragnheiður Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásgerður Pálsdóttir aðalmaður
  • Bóthildur Halldórsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Björn Magnússon
  • Viktoría Björk Erlendsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Helga Margrét Jóhannesdóttir
  • Valgerður Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristín Ingibjörg Lárusdóttir
Dagskrá
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir mætti fyrir fundinn sem gestur og áheyrnarfulltrúi.
Ásdís Ýr Arnardóttir, formaður, stjórnaði fundi og Kristín Ingibjörg Lárusdóttir ritaði fundargerð.

Áður en gengið var til dagsrkár óskaði formaður eftir eftirfarandi breytingum á dagskrá fundarins:
- Við bætist liðurinn "störf Öldungaráðs" sem liður
númer 4.
- Við bætist liðurinn "önnur mál" sem liður númer 6.

1.Dagdvöl, staða mála og næstu skref

2310006

Byggðaráð Húnabyggðar hefur fjallað um erindi ráðsins og tekið jákvætt í erindið. Óskað er eftir því að byggðaráð skipi starfshóp til að vinna að skipulagi dagdvalar við HSN fyrir íbúa Húnabyggðar og áætli til verkefnsins í fjárhagsáætlun næsta árs. Ráðið telur nauðsynlegt að fulltrúi frá Félagi eldri borgara hafi fulltrúa í starfshóp.

2.Kynning á dagdvöl í Skagafirði

2310007

3.Félagsleg heimaþjónusta, sjúkraþjálfun, húsnæðismál og stuðningsþjónusta eldra fólks.

2310008

Formaður sendi erindi til Félags- og skólaþjónstu A-Hún annars vegar og hins vegar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands um félagslega heimaþjónustu, sjúkraþjálfun, húsnæðismál og stuðninsþjónustu eldra fólks. Svör stofnanna bárust fundarmönnum með fundarboði. Í svörum stofnanna kemur m.a. fram að mannekla kemur í veg fyrir að hægt sé að þjónusta íbúa svæðsins þar sem meðal annars heimaþjónusta hefur legið niðri síðustu mánuði og sjúkraþjálfun hefur verið af skornum skammti.

Þá var einnig rætt um mikilvægi þess að upplýsingar til þjónustuþega og aldraðra séu aðgengilegar, m.a. um símanúmer og reglur. Auðunn Steinn upplýsti ráðið um fyrirliggjandi hugmyndir um mögulegar íbúðir fyrir aldraða.

Ásgerður kynnti verkefnið Hátindur 60 sem er nýsköpunar- og þjónustuverkefni í þjónustu við íbúa Fjallabyggðar 60 ára og eldri.

Öldungaráð skorar á sveitarstjórn Húnabyggðar að leita allra leiða til að unnt sé að þjónusta íbúa svæðsins í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1992

4.Störf Öldungaráðs

2310009

Rætt um möguleg verkefni ráðsins og forgangsröðun sveitarfélagsins

Eftirfarandi áskorun er lögð fyrir byggðaráð Húnabyggðar
Verkefni á sviðum öldrunarmála í sveitarfélaginu eru æði mörg og telja fulltrúar í öldungaráði óviðunandi að hvorki sé greitt fyrir setu í nefndinni né heldur hafi verið samþykkt og kynnt erindisbréf nefndarmanna. Þó ekki sé um að ræða lögbundna nefnd telur nefndin að rétt sé að greitt sé fyrir setu í nefndinni á sama hátt og greitt er fyrir setu í fastanefndum sveitarfélagins. Þá er með öllu ólíðandi að verkefni nefndarinnar séu ekki skýrð með erindisbréfi.

5.Fundartími Öldungaráðs

2310010

Lagt er til að það verði að lágmarki 4 fundir á ári. Alla jafna kl. 15:00.

6.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Öldungaráðið óskar eftir því að byggðaráð ljúki við vinnu um akstursreglur í sveitarfélaginu sem allra fyrst og kynni fyrir ráðinu.

Fundi slitið - kl. 10:06.

Getum við bætt efni þessarar síðu?