3. fundur 24. apríl 2023 kl. 10:00 - 11:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Magnús Sigurjónsson aðalmaður
  • Ásdís Ýr Arnardóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásgerður Pálsdóttir aðalmaður
  • Björn Magnússon aðalmaður
  • Ásta Þórisdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Lögreglustjórinn á Norðurl vestra - Forvarnaráætlun

2304017

Erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra er varðar forvarnaráætlun
Umræður um ökuleyfi og öryggi í umferðinni, til að mynda fræðslu til eldri borgara um endurnýjun ökuleyfa.

Umræður um netglæpi og hvers konar fjárhagssvindl, skýra þarf fyrir íbúum hvert hægt sé að leita ef einstaklingur telur sig verða fyrir broti og nánari leiðbeiningar um hvernig megi forðast slíka glæpi.

2.Dagvist-dagdeild aldraðra

2303036

Dagdeild aldraðra
Formaður fór ásamt Helgu Margréti, hjúkrunarfræðingi svæðis og sveitarstjóra og kynntu sér aðstæður á HSN. Byggðaráð tók jákvætt í erindi frá öldungaráði.

Miklar umræður um fyrirkomulag dagdeildar, skipulag slíkrar deildar og annað því tengt.

Lagt er til að stefnumótunarhópur öldungaráðs vinni málið áfram.

3.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Ingiríður Ásta Þórisdóttir verður fulltrúi Félagsþjónustunnar í stað Söru Lindar Kristjánsdóttur í Öldungaráði

Björn spyr um húsnæðismál, á síðasta sveitarstjórnarfundi var sveitarstjóra falið að vinna að minnisblaði er varðar möguleika til uppbyggingar á húsnæði fyrir eldri borgara. Öldungaráð fagnar því að málið sé komið í ferli og vill árétta mikilvægi þess.

Ásgerður spyr varðandi akstursreglur og afgreiðslu á þeim. Akstursreglur verða vonandi kynntar á næsta fundi Öldungaráðs.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?