Dagskrá
Guðlaugur Torfi Sigurðsson áheyrafulltrúi G-lista sat fundinn
1.Girðingar í Húnabyggð
2209016
Girðingar
Landbúnaðarnefnd gerir það að tillögu sinni að girðingarviðhald í Húnabyggð árið 2025 verði með eftirfarandi hætti:
Girðingarviðhald í gömlu Skagabyggð verði með sama sniði og verið hefur. Samið verður við verktaka um viðhald á rafmagnsgirðingu í Kirkjuskarði og að koma á hana straumi áður en að hrossum er sleppt á afrétt.
Girðingarviðhald í gamla Húnavatnshreppi verði boðið út og girðingunum skipt upp í svæði eins og áður var gert og verði stuðst við fyrri svæðaskiptingu, svæði 1 til 6.
Svæði 2, rafmagnsgirðingu á milli Auðkúlu- og Grímstunguheiða verði ekki viðhaldið heldur verði boðið út niðurrif á þeirri girðingu.
Svæðaskipting og útboðsgögn verði gerð í samráði við fjallskilanefndir viðkomandi fjallskiladeilda.
Landbúnaðarnefnd leggur til að boðið verði annað hvort í svæðin með efni og vinnu eða eingöngu vinnuliðinn og að Húnabyggð skaffi þá efnið á viðkomandi svæði. Verkeftirlit verði unnið að hálfu þjónustumiðstöðvar Húnabyggðar. Einnig verði viðhald á sleppihólfum og hólfum í kringum réttir í höndum þjónustumiðstöðvar.
Landbúnaðarnefnd vill koma því á framfæri að fyrirkomulag girðinga árið 2024 var ekki vel lukkað. Alltof mörgum girðingum var ekki viðhaldið sem vissulega skapar lægri kostnað til skamms tíma en eykur hann til langs tíma.
Erindinu vísað til næsta fundar byggðarráðs.
Girðingarviðhald í gömlu Skagabyggð verði með sama sniði og verið hefur. Samið verður við verktaka um viðhald á rafmagnsgirðingu í Kirkjuskarði og að koma á hana straumi áður en að hrossum er sleppt á afrétt.
Girðingarviðhald í gamla Húnavatnshreppi verði boðið út og girðingunum skipt upp í svæði eins og áður var gert og verði stuðst við fyrri svæðaskiptingu, svæði 1 til 6.
Svæði 2, rafmagnsgirðingu á milli Auðkúlu- og Grímstunguheiða verði ekki viðhaldið heldur verði boðið út niðurrif á þeirri girðingu.
Svæðaskipting og útboðsgögn verði gerð í samráði við fjallskilanefndir viðkomandi fjallskiladeilda.
Landbúnaðarnefnd leggur til að boðið verði annað hvort í svæðin með efni og vinnu eða eingöngu vinnuliðinn og að Húnabyggð skaffi þá efnið á viðkomandi svæði. Verkeftirlit verði unnið að hálfu þjónustumiðstöðvar Húnabyggðar. Einnig verði viðhald á sleppihólfum og hólfum í kringum réttir í höndum þjónustumiðstöðvar.
Landbúnaðarnefnd vill koma því á framfæri að fyrirkomulag girðinga árið 2024 var ekki vel lukkað. Alltof mörgum girðingum var ekki viðhaldið sem vissulega skapar lægri kostnað til skamms tíma en eykur hann til langs tíma.
Erindinu vísað til næsta fundar byggðarráðs.
2.Önnur mál
2206034
Önnur mál
Ekkert var bókað undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 15:15.