13. fundur 15. september 2025 kl. 16:00 - 17:35 í norðursal íþróttamiðstöðvar
Nefndarmenn
  • Grímur Rúnar Lárusson aðalmaður
  • Elín Ósk Gísladóttir varamaður
    Aðalmaður: Agnar Logi Eiríksson
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Jenný Lind Gunnarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Kamila Czyzynska
Starfsmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-íþrótta og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Grímur Rúnar Lárusson Formaður
Dagskrá
Grímur Rúnar Lárusson, formaður nefndarinnar, bauð fundarmenn velkomna til þrettánda fundar í Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar.
Gengið var til dagskrár.

1.Skjólið - starfið

2402034

Félagsmiðstöðin Skjólið - Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, mætir á fundinn undir þessum lið og fer yfir starfið í félagsmiðstöðinni veturinn 2025-2026.
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, fór yfir starfið í félagsmiðstöðinni veturinn 2025-2026.

2.Heilsudagar í Húnabyggð

2310001

Heilsudagar í Húnabyggð - Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta-og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, mætir á fundinn undir þessum lið og kynnir drög að dagskrá Heilsudaga í Húnabyggð.
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, kynnti drög að dagskrá Heilsudaga í Húnabyggð sem haldnir verða dagana 23-30. september nk. Markmiðið er að hvetja fólk til að hreyfa sig og huga að heilsunni. Húnabyggð fær styrk frá ÍSÍ til þess að vera með viðburði í þessari viku. Fullbúin dagskrá ætti að fara í loftið fimmtudaginn 18. september nk. Nefndin vill hvetja alla íbúa til þess að taka þátt í dagskránni.

3.Landsmót Samfés

2509005

Landsmót Samfés - Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar mætir undir þessum lið
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, kynnti Landsmót Samfés sem fyrirhugað er að haldið verði á Blönduósi dagana 3.-5. október nk. en vert er að geta þess að fyrsta Landsmót Samfés var haldið á Blönduósi árið 1990. Á Landsmót Samfés koma um 350-400 unglingar af öllu landinu, ásamt starfsfólki. Landsmótið er haldið með það að markmiði að skapa vettvang fyrir ungmenni víðsvegar af landinu til að hittast, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá og efla félagslega þátttöku.

4.Eflum skátastarf á landsbyggðinni

2509006

Eflum skátastarf á landsbyggðinni - Erindi frá Bandalagi íslenskra skáta.
Lagt fram til kynningar erindi frá Bandalagi íslenskra skáta. Í erindinu er óskað eftir því að hitta fulltrúa sveitarfélagsins á fundi og kynna starfsemi skáta betur. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta-, menningar- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins að svara erindinu og bjóða fulltrúum Skátahreyfingarinnar á næsta fund nefndarinnar.

5.Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

2509007

Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna - Möguleikar ungs fólks á dreifbýlum svæðum til að sækja íþrótta-og menningarstarfsemi
Húnabyggð sótti um styrk vegna tómstundaaksturs barna í dreifbýli Húnabyggðar. Tilgangurinn er að bæta aðgengi barna og ungmenna sem búa í dreifbýli Húnabyggðar að íþrótta- og tómstundastarfsemi sem fram fer á Blönduósi með því að koma að reglulegum akstri milli byggðarlaga. Þetta stuðlar að jafnari tækifærum, bættri félagsfærni og almennri vellíðan. Helstu markmið er að koma á samgönguleiðum fyrir börn og ungmenni frá fjórum dreifbýlissvæðum, með eina til tvær ferðir í viku á æfingar eða í tómstundastarf skólaveturinn 2025 ? 2026 og veturinn 2026 ? 2027.

Lagður var fram til kynningar samningur Húnabyggðar og innviðaráðuneytisins vegna verkefnisins.

Umræður urðu um fyrirkomulag akstursins. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs til umfjöllunar um fyrirkomulag akstursins, fjármagn o.fl.

6.Áherslur íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar fyrir fjárhagsáætlunargerð 2026.

2509008

Áherslur íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar fyrir fjárhagsáætlunargerð 2026
Umræður sköpuðust um þennan lið á fundinum.

Áherslur íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar Húnabyggðar fyrir fjárhagsáætlunargerð eru eftirfarandi:
Áhersla verði lögð á gerð og uppbyggingu göngu- og hjólastíga innan sveitarfélagsins, fjölgun bekkja og kortlagningu á gönguleiðum.
Að endurbætur á félagsmiðstöðinni verði fullkláraðar með gluggaskiptum.
Að gerðar verði ráðstafanir vegna hálku/fallvarna í íþróttaklefum íþróttahússins í og við sturtusvæði.
Að farið verði í lagfæringar á flísum á sundlaugasvæði til þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir.
Að settur verði upp sandblakvöllur á Þríhyrnunni.
Að farið verði í algera uppbyggingu á körfuboltasvæðinu við Húnaskóla.
Sveitarfélagið stuðli að auknu framboði íþrótta í sveitarfélaginu, fyrir allan aldurshóp, t.d. í auknu samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög.
Sveitarfélagið móti skýra framtíðarsýn um uppbyggingu á íþróttavellinum á Blönduósi, t.d. um lagningu gervigrass og tartans á hlaupabrautina.
Nefndin felur formanni að koma framangreindum áherslum nefndarinnar til formanns byggðaráðs Húnabyggðar svo hægt verði að taka mið af þeim fyrir fjárhagsáætlunargerð 2026.

7.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Engin önnur mál lágu fyrir fundinum.

Fundi slitið - kl. 17:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?