12. fundur 14. apríl 2025 kl. 15:00 - 16:40 á fundarstað 1
Nefndarmenn
  • Grímur Rúnar Lárusson aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Sigfús Benediktsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-íþrótta og tómstundafulltrúi
  • Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Grímur Rúnar Lárusson Formaður
Dagskrá

1.Íþróttamiðstöðin á Blönduósi

2504017

Aðsóknartölur 2024, framkvæmdir á árinu 2024 og fyrirhugaðar framkvæmdir ársins 2025. Snorri Snorrason, starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar mætir á fundinn undir þessum lið
Snorri Snorrason, starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi fór yfir
aðsóknartölur í íþróttamiðstöðinni á árinu 2024 og fyrirhugaðar framkvæmdir
ársins 2025. Metár var í aðsókn árið 2024 en 46.080 manns heimsóttu
íþróttamiðstöðina á síðasta ári. Aðsókn yfir sumarið hafi verið verri en undanfarin
ár sem rekja megi til veðurfars. Aðsóknin haustið 2024 hafi hins vegar verið mjög
góð.
Ráðist var í þrjár stórar framkvæmdir í íþróttamiðstöðinni árið 2024. Nýtt gólf var
lagt á íþróttasalinn á haustmánuðum, lyftu var komið fyrir á vormánuðum og svo
var nýr sánaklefi tekinn í notkun á haustmánuðum.
Snorri greindi frá því að nýtt klórkerfi verði tekið í notkun í maí nk. Þá væru vonir
bundnar við að flísar í sundlauginni yrðu lagfærðar í sumar.

2.Sumarfjör sumarið 2025

2504018

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, mætir á fundinn undir þessum lið og kynnir dagskrá Sumarfjörs í Húnabyggð sumarið 2025
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Húnabyggðar mætti á fundinn og kynnti Sumarfjör í Húnabyggð sumarið 2025.
Kristín greindi frá því að hún væri búin að manna Sumarfjörið í sumar í samvinnu
við Félagsþjónustu A-Hún. Fyrirkomulagið á Sumarfjöri í sumar verður með
svipuðu sniði og undanfarin ár, þó með einhverjum breytingum. Fyrirhugað er að
Sumarfjörið byrji þriðjudaginn 10. júní nk. og ljúki fimmtudaginn 17. júlí nk.
Dagskrá og skráning í Sumarfjör verður kynnt á samfélagsmiðlum
sveitarfélagsins um miðjan maí nk.

3.Skjólið - starfið

2402034

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, mætir á fundinn undir þessum lið og fer yfir starfið í félagsmiðstöðinni í vetur.
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Húnabyggðar, mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir starfið í
félagsmiðstöðinni í vetur. Aðsókn í Skjólið í vetur hefur verið með fínasta móti.
Tveir starfsmenn voru ráðnir í dagopnun Skjólsins í haust. Fimm starfsmenn hafa
verið í tímavinnu á kvöldin í vetur.
Kristín kynnti að til skoðunar væri að halda Landsmót Samfés í Húnabyggð
helgina 3.-5. október nk.
Ráðist var í algjöra endurbyggingu á félagsmiðstöðinni á haustmánuðum 2024
og er aðstaðan þar nú með allra besta móti. Kristín greindi þó frá því að þarft
væri að skipta um glugga og tók nefndin undir það.
Þá kynnti Kristín hluta úr niðurstöðum úr Íslensku æskulýðsrannsókninni.
Niðurstöðurnar gefa til kynna að ungmenni í Húnabyggð séu mjög dugleg að
mæta í félagsmiðstöðina m.v. önnur ungmenni á landinu og er það vel.

4.Framkvæmdir er varða starfssvið nefndarinnar sumarið 2025

2504019

Almennar umræður um framkvæmdir.
Almennar umræður urðu um framkvæmdir í sveitarfélaginu er varða starfssvið
nefndarinnar sumarið 2025.
Líkt og fram hefur komið er fyrirhugað að koma upp nýju klórkerfi í maí nk. Þá
greindi Pétur Arason frá því að meistaraflokkur Kormáks/Hvatar væri búinn að
taka að sér umsjón á Blönduósvelli sumarið 2025.
Nefndin vill beina því til byggðaráðs Húnabyggðar að ungbarnaleikvöllurinn sem
setið hefur í geymslu undanfarin ár verði settur upp í sumar.
Nefndin leggur til að farið verði í heildstæða stefnumótun á útivistarsvæðum í
sveitarfélaginu með það að markmiði að hægt verði að nýta svæðin betur til
útivistar og hreyfingar.

5.Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

2504020

Möguleikar ungs fólks á dreifbýlum svæðum til að sækja íþrótta- og menningarstarfsemi.
Innviðaráðherra auglýsir nú eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð
A. 10 Almenningssamgöngur á milli byggða. Við forgangsröðun umsókna verður litið til verkefna sem m.a. auka möguleika ungs fólks á dreifbýlum svæðum til að sækja íþrótta- og menningarstarfsemi. Umsóknarfrestur er til 5. maí 2025. Íþrótta-, tómstunda og lýðheilsunefnd samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að sótt verði um framlög til verkefna sem tengjast bættum samgöngum sem gagnast ungu fólki á dreifbýlum svæðum til að sækja íþrótta og menningarstarfsemi. Samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráð

6.Þátttaka barna í íþróttum í sveitarfélaginu

2504021

Almennar umræður um þátttöku barna í íþróttastarfsemi á svæðinu, framboð o.fl.
Almennar umræður urðu um þátttöku barna í íþróttum í sveitarfélaginu og
hvernig hægt væri að efla íþróttaiðkun stúlkna á aldrinum 14-16 ára sem og
íþróttaiðkun barna af erlendum uppruna

7.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Engin önnur mál lágu fyrir fundinum.

Fundi slitið - kl. 16:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?