3. fundur 01. nóvember 2022 kl. 18:35 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Grímur Rúnar Lárusson aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
  • Ólafur Sigfús Benediktsson varamaður
    Aðalmaður: Arnrún Bára Finnsdóttir
  • Steinunn Hulda Magnúsdóttir aðalmaður
  • Kamila Czyzynska aðalmaður
Starfsmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-íþrótta og tómstundafulltrúi
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Grímur Rúnar Lárusson formaður nefndarinnar.
Dagskrá
Gestir fundarins voru Lee Ann Maginnis, Hafrún Ýr Halldórsdóttir, Eyþór Franzon Wechner og Jón Kristjánsson.

Grímur Rúnar Lárusson, formaður nefndarinnar, bauð fundarmenn og aðra gesti velkomna til þriðja fundar í Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd.

1.Ungmennafélagið Hvöt - kynning á skýrslu

2210032

Fulltrúi frá Ungmennafélaginu Hvöt kynnir skýrslu um framtíðarsýn á uppbyggingu og endurbótum íþróttamannvirkja.
Grímur Rúnar Lárusson og Steinunn Hulda Magnúsdóttir véku af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar. Grímur Rúnar Lárusson gerði það að tillögu sinni að Agnar Logi Eiríksson tæki við stjórn fundarins í fjarveru sinni. Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum samhljóða.

Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri aðalstjórnar Umf. Hvatar kynnti skýrslu félagsins um framtíðarsýn á uppbyggingu og endurbótum íþróttamannvirkja.

Umræður urðu um skýrsluna við lok kynningar. Að lokinni umræðu bar Agnar Logi Eiríksson upp þá tillögu að vísa skýrslunni til byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunargerðar 2023. Samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.

Grímur Rúnar Lárusson tók aftur við stjórn fundarins að lokinni afgreiðslu þessa liðar.

Lee Ann Maginnis vék af fundinum að lokinni afgreiðslu þessa liðar.

2.Hestamannafélagið Neisti - kynning á skýrslu

2210033

Fulltrúi frá Hestamannafélaginu Neista kynnir skýrslu um framtíðarsýn á uppbyggingu og endurbótum íþróttamannvirkja.
Hafrún Ýr Halldórsdóttir, formaður hestamannafélags Neista, kynnti skýrslu félagsins um framtíðarsýn á uppbyggingu og endurbótum íþróttamannvirkja.

Umræður urðu um skýrsluna við lok kynningar. Að lokinni umræðu bar Grímur Rúnar Lárusson upp þá tillögu að vísa skýrslunni til byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunargerðar 2023. Samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.

Hafrún Ýr Halldórsdóttir vék af fundinum að lokinni afgreiðslu þessa liðar.

3.Golfklúbburinn Ós - kynning á skýrslu

2210034

Fulltrúi frá Golfklúbbnum Ós kynnir skýrslu um framtíðarsýn á uppbyggingu og endurbótum íþróttamannvirkja.
Eyþór Franzon Wechner, formaður Golfklúbbsins Ós kynnti skýrslu félagsins um framtíðarsýn á uppbyggingu og endurbótum íþróttamannvirkja.

Umræður urðu um skýrsluna við lok kynningar. Að lokinni umræðu bar Grímur Rúnar Lárusson upp þá tillögu að vísa skýrslunni til byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunargerðar 2023. Samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.

Eyþór Franzon Wechner vék af fundinum að lokinni afgreiðslu þessa liðar.

4.Skotfélagið Markviss - kynning á skýrslu

2210035

Fulltrúi frá Skotfélaginu Markviss kynnir skýrslu um framtíðarsýn á uppbyggingu og endurbótum íþróttamannvirkja.
Jón Kristjánsson, formaður skotfélagsins Markviss, kynnti skýrslu félagsins um framtíðarsýn á uppbyggingu og endurbótum íþróttamannvirkja.

Umræður urðu um skýrsluna við lok kynningar. Að lokinni umræðu bar Grímur Rúnar Lárusson upp þá tillögu að vísa skýrslunni til byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunargerðar 2023. Samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.

Jón Kristjánsson, formaður skotfélagsins Markviss, vék af fundinum að lokinni afgreiðslu þessa liðar.

5.Tómstundarúta í Húnabyggð

2210031

Grímur Rúnar Lárusson kynnti hugmyndir um tómstundarútu í Húnabyggð til reynslu. Hugmyndin er sú að fram að áramótum yrði þrisvar sinnum boðið upp á rútu úr dreifbýli á viðburði í félagsmiðstöðinni Skjólinu. Dagsetningar yrðu kynntar síðar af menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins. Fyrir fundinum lágu tilboð frá tveimur aðilum í verkið vegna kostnaðarmats.

Töluverðar umræður urðu á fundinum um málið.

Grímur Rúnar Lárusson bar upp tillögu um að menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa verði falið að vinna málið áfram í samstarfi við formann nefnarinnar. Samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.

6.Erindisbréf íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar Húnabyggðar

2209024

Frestað mál frá síðasta fundi.
Grímur Rúnar Lárusson kynnti erindisbréf nefnarinnar.

Nefndin fór yfir drög að erindisbréfi nefnarinnar og felur formanni að koma athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn.

7.Önnur mál

2206034

Engin önnur mál voru á dagskrá fundarins.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?