Dagskrá
1.Menntastefna
2503032
Menntastefna Húnabyggðar
Starfshópur um menntastefnu hefur hist tvisvar og greindi fræðslustjóri frá vinnunni sem þar hefur farið fram. Sveitarstjóri hefur tilgreint að Magnús Sigurjónsson og Dagný Rósa Úlfarsdóttir bera ábyrgð á gerð menntastefnu Húnabyggðar. Starfshópur mun einnig halda áfram að hittast. Ljóst er að þessi vinna er mikil og er stefnt á að koma með drög í lok nóvember.
2.Matsferill, stöðu- og framvindupróf
2509001
Matsferill, stöðu og framvindupróf
Erindi frestað frá síðasta fundi nefndarinnar þar sem eftirfarandi var bókað:
Mikil umræða er í samfélaginu um mat á skólastarfi meðal annars vegna umræðna um Matsferil, sem er samræmt mat á námsferli nemenda. Skólum ber að leggja prófin fyrir 4. 6. og 9. bekk í hverjum skóla. Prófin eru hugsuð sem stöðu- og framvindupróf. Skólum er frjálst að leggja prófin fyrir í fleiri árgöngum og hafa nokkur sveitarfélög ákveðið að m.a. prófa nemendur í hverjum árgangi frá og með núverandi skólaári. Rökin fyrir því eru m.a. að skort hefur samræmt matstæki til að leggja mat á námferil nemenda um árabil.
Skólastjóri og fræðslustjóri munu fara á kynningu um samræmt mat og frestar fræðslunefnd ákvörðun sinni til næsta fundar nefndarinnar
Skólastjóri og fræðslustjóri fóru á kynninguna og greindu nefndarmönnum frá henni.
Fræðslunefnd samþykkir að stöðu- og framvindupróf verði lögð fyrir alla nemendur í 4.-10. bekk Húnaskóla frá og með núverandi skólaári.
Staðan verður síðan endurmetin næsta vor að loknum prófum.
Mikil umræða er í samfélaginu um mat á skólastarfi meðal annars vegna umræðna um Matsferil, sem er samræmt mat á námsferli nemenda. Skólum ber að leggja prófin fyrir 4. 6. og 9. bekk í hverjum skóla. Prófin eru hugsuð sem stöðu- og framvindupróf. Skólum er frjálst að leggja prófin fyrir í fleiri árgöngum og hafa nokkur sveitarfélög ákveðið að m.a. prófa nemendur í hverjum árgangi frá og með núverandi skólaári. Rökin fyrir því eru m.a. að skort hefur samræmt matstæki til að leggja mat á námferil nemenda um árabil.
Skólastjóri og fræðslustjóri munu fara á kynningu um samræmt mat og frestar fræðslunefnd ákvörðun sinni til næsta fundar nefndarinnar
Skólastjóri og fræðslustjóri fóru á kynninguna og greindu nefndarmönnum frá henni.
Fræðslunefnd samþykkir að stöðu- og framvindupróf verði lögð fyrir alla nemendur í 4.-10. bekk Húnaskóla frá og með núverandi skólaári.
Staðan verður síðan endurmetin næsta vor að loknum prófum.
3.Barnaheill - fræðsluerindi
2509013
Fræðsluerindi um börn og kynferðisofbeldi fyrir foreldrahópa og starfsfólk
Fræðslunefnd samþykkir að keypt verði fræðsla fyrir allt starfsfólk Húnabyggðar og foreldra um vernd barna gegn kynferðisofbeldi.
Erindinu vísað til byggðarráðs til staðfestingar.
Erindinu vísað til byggðarráðs til staðfestingar.
4.Önnur mál
2206034
Önnur mál
Ekkert rætt undir þessum lið
Fundi slitið - kl. 15:30.