134. fundur 21. janúar 2026 kl. 15:00 - 16:20
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Jón Gíslason boðaði forföll og varamaður hans komst ekki á fundinn.

Dagskrá fundarins

  1. Uppgjör vegna slita byggðarsamlaga

Drög að uppgjöri byggðarsamlaganna sem nú er verið að slíta hefur verið lagt fyrir sveitarstjórn og byggðarráði var falið að taka málið áfram. Sveitarstjóra falið að koma á framfæri við slitastjórn þeim athugasemdum sem ræddar voru á fundinum.

  1. Ályktun Hagsmunasamtaka landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 3

Lögð fram til kynningar ályktun nýstofnaðra hagsmunasamtaka landeigenda vegna Holta­vörðu­heiðarlínu 3. Byggðarráð áréttar að engar formlegar upplýsingar liggja fyrir um að byggðar­línuleiðin sé ekki hagkvæmasti kosturinn og að aðrar leiðir séu fjárhagslega hag­stæðari. Þá liggur einnig fyrir að byggðarlínuleiðin hefur minni áhrif á náttúru og umhverfi en heiðarlínuleiðin.

  1. Prjónagleði 2026

Byggðarráð samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun Prjónagleðinnar 2026 og felur sveitarstjóra að tryggja framgang verkefnisins.

  1. Endurskoðun Húnabyggðar 2026

Lögð fram til kynningar skilagögn Húnabyggðar til endurskoðenda sveitarfélagsins er varðar upplýsingar um ferla á skrifstofu, tengda aðila o.fl.

  1. Skilagrein Skagabyggðar 2025

Lagt fram til kynningar skilgrein frá Íslenska Gámafélaginu vegna úrgangsmála í fyrrum Skagabyggð.

  1. Beiðni um umsögn - umsókn um rannsóknarleyfi vegna Fossárvirkjunar í Húnabyggð

Byggðarráð vísar málinu til skipulags- og samgöngunefndar og til umhverfisnefndar til frekari umfjöllunar.

  1. Rannsóknarleyfi vegna virkjunar á vatnasviði Vatnsdalsár

Byggðarráð vísar málinu til umhverfisnefndar til umfjöllunar.

  1. Framtíðin og íslenskar hafnir

Lagt fram til kynningar.

  1. Bráðabirgðayfirlit vatnaáætlunar 2028-2033 og uppfærsla 9. kafla vatnaáætlunar 2022-2027 vegna nýrra gagna

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerðir 476., 477. og 478. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð bakhóps Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14.01.2026

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 43. fundar fagráðs um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra

Lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?