133. fundur 14. janúar 2026 kl. 15:00 - 16:12
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Dagskrá fundarins

  1. Ný byggðarlína Landsnets í Húnabyggð

Landsnet hélt opin kynningarfund á Blönduósi þriðjudaginn 13. janúar um nýja 220kV byggðarlínu. Byggðarráð fagnar þeirri ákvörðun Landsnets að ný byggðarlína fari með núverandi byggðarlínu. Það hefur verið baráttumál Húnabyggðar síðustu ár að þetta yrði niðurstaðan. Það er mikilvægt að hafa í huga þegar þetta mál er skoðað að forsenda fyrir hagvexti svæðisins til framtíðar eru möguleikar svæðisins til atvinnuþróunar og uppbyggingar mismunandi atvinnutækifæra. Aðgangur að orku er grunnforsenda allrar atvinnustarfsemi og hafi svæðið ekki aðgang að megin orkuflutningsmannvirkjum Landsnets eru tækifæri svæðisins skert og í versta falli ekki fyrir hendi. Af þessari ástæðu hefur verið lögð mikil áhersla á þetta mál af hálfu Húnabyggðar og með áfangaskiptingu verkefnisins, skapast tækifæri á fyrstu stigum þessa verkefnis til uppbyggingar í Húnabyggð. Þetta er að mati Húnabyggðar eitt stærsta hagsmunamál núverandi og framtíðar íbúa þessa svæðis. Það eru að sjálfsögðu önnur hagsmunamál hvað svona verkefni varðar og hagsmunir landeigenda er dæmi um það. Miðað við áætlanir Landsnets gæti spennusetning á fyrsta áfanga byggðarlínunnar frá Blöndustöð í Laxárvatn gerst 2028-2029. Eins og áður segir væri sá áfangi mikil vítamínsprauta fyrir svæðið okkar og mundi gefa mörg tækifæri til frekari atvinnu­uppbyggingar t.d. á svæðinu við gagnaverið.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að leitast eftir því að Húnabyggð, Húnaþing vestra og Landsnet haldi sameiginlegan fund að loknum kynningarfundum Landsnets.

  1. Stekkjarvík - úrgangsmagn 2025

Lagt fram til kynningar.

  1. Nýr gátlisti til að efla fjölbreytni í sveitarstjórnum

Lagt fram til kynningar.

  1. Fjármál Húnabyggðar

Lagður fram listi yfir félög sem skráð eru á Húnabyggð og eru mörg hver arfur af gamalli tíð og ekki félög sem þjóna neinum tilgangi.

 

Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða afskráningu eftirfarandi félaga:

 

  • Foreldrafélag Húnavallaskóla (4502101100)
  • Nemendafélag Húnavallaskóla (5002201470)
  • Vísir,lestrarfélag (5108820409)
  • Húnavatnshreppur (4201061300)
  • Blönduósbær (4701691769)
  • Hrossaræktardeild Bólsthlíðarhrepps (5702942029)

 

Þá felur byggðarráð sveitarstjóra að uppfæra upplýsingar um eftirfarandi félög:

 

  • Skagabyggð (5406022630)
  • Húnanet ehf. (5305160320)
  • Almannavarnarnefnd Húnavatnssýslu (5607861239)
  • Félagsheimilið Blönduósi ehf. (7101973349)
  • Félagsheimilið Húnaver (6401696729)
  • Spuni,handverkshópur (7103932069)
  • Starfsmannafélag skrifstofu Blönduósbæjar (5107171710)

  1. Fundargerð 134. fundar stjórnar SSNV

Lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?