Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að liður 1 yrði tekinn til umræðu klukkan 16:00 þar sem utanaðkomandi gestir þurfi að koma inn á fundinn undir þeim lið. Einnig leggur formaður til að liður 7 verði tekinn af dagskrá. Tillagan samþykkt samhljóða.
Hilmar Birgisson og Helgi Páll Gíslason komu inn á fundinn klukkan 15:56 undir lið 1 þessa fundar. Hilmar Birgisson og Helgi Páll Gíslason fóru aftur af fundi klukkan 16:39.
Dagskrá fundarins
- Mál frá fjallskilanefnd
Hilmar Birgisson og Helgi Páll Gíslason komu á fundinn undir þessum lið. Rædd voru fjallskil á Sauðadal og samning sem þar er í gildi. Ýmiskonar sjónarmið eru nú uppi um þetta samkomulag sem gert var fyrir mörgum árum og samkomulag er um í fjallskiladeildum að þurfi að endurskoða. Byggðarráð þakkar formönnum fjallskiladeilda Auðkúluheiðar og Grímstungu- og Haukagilsheiða fyrir upplýsingarnar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og fá lögfræðiálit á þeim álitamálum sem eru í þessu máli.
- Mál Húnavalla ehf. gegn Fasteignum Húnavatnshrepps ehf.
Lögð fram til kynningar dómsniðurstaða Landsréttar sem staðfesti að hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Húnavellir ehf., greiði stefnda, Fasteignum Húnavatnshrepps ehf., 800.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.
- Samstarf við leigufélagið Bríet
Lögð fram til kynningar drög að viljayfirlýsingu milli Bríetar leigufélags og Húnabyggðar um samstarf og uppbyggingu nýrra íbúða á Blönduósi.
- Þjónustukjarni fyrir fólk með fötlun
Lögð fram til kynningar fundargerð af fundi með Húsbyggingarsjóði Þroskahjálpar sem og útskýringar á reglum HMS um lánveitingu vegna byggingar þjónustukjarna fyrir fólk með fötlun. Umræður urðu um málið og sveitarstjóra falið að afla svara miðað við umræðu fundarins.
- Samningar Húnabyggðar
Farið var yfir samninga Húnabyggðar sem þarfnast skoðunar t.d. vegna þess að þeir renna út um áramótin. Byggðarráð vísar samningi um félagsheimilið á Blönduósi til stjórnar Félagsheimilisins á Blönduósi ehf. Umræðu um samning um tjaldsvæðið er vísað til næsta fundar byggðarráðs.
- Erindi frá Húnabyggð til Innviðaráðuneytis vegna samgöngumála sveitarfélagsins
Svar hefur borist frá Innviðaráðuneytinu vegna fyrirspurna Húnabyggðar um stærstu samgönguverkefni Vegagerðarinnar í sveitarfélaginu. Svörin voru eftirfarandi:
- Vatnsdalsvegur: Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins var tekin ákvörðun hjá Vegagerðinni að hanna lengri kafla í upphafi fyrst og fremst að viðbótarhönnun kostaði tiltölulega lítið, þar sem undirlagið var svipað. Vegagerðin mun nýta það svigrúm sem hagstætt tilboð í verkefnið gaf til þess að stækka verkefnið þannig að fjármagnið nýtist.
- Skagavegur: Skagavegur er í hönnun og undirbúningi. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins kom ábending frá sveitarfélaginu um fýsileika þess að færa veglínu á ákveðnum kafla í verkinu. Vegagerðin hafi fallist á þá athugasemd og telur breytinguna koma verkinu til góða. Ný veglína kallar hins vegar á auknar jarðvegsrannsóknir og lengir því undirbúningstímann. Útboð tefst því um nokkra mánuði og er áætlað í lok ársins eða byrjun þess næsta.
- Svínvetningabraut: Næstu tengivegaverkefni á Norðursvæði Vegagerðarinnar skv. tengivegaáætlun eru áætluð í þessari röð Svarfaðardalsvegur, Sæmundarhlíðarvegur og Hegranesvegur, Víðidalsvegur og Svínvetningabraut. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Svínvetningabraut muni hefjast innan fyrsta tímabils, þ.e. árin 2026-2030.
Byggðarráð vill fyrst taka fram að það sé ótækt að Svínvetningabraut sé númer fimm í röðinni af vegum á Norðursvæði. Svínvetningabraut er varaleið fyrir þjóðveg 1 ásamt því að loforð um vegabætur á Svínvetningabraut eru orðin meira en 30 ára gömul. Þá spilar Svínvetningabraut lykilhlutverk í uppbyggingu byggðarlínu HH3 sem nú á að ráðast í og er byggðarlínan meðfram Svínavetningabraut fyrsti áfangi þess verkefnis. Byggðarráð leggur áherslu á að svörin eru óskýr og gefa tilefni til þess að efast um að verkefnin verði sannarlega sett af stað á tilsettum tíma. Byggðarráð leggur þó traust á að loforð ráðuneytisins um Vatnsdalsveg og Skagaveg standi.
- Erindi frá SSNV
Fyrir fundinum lá fyrirspurn frá SSNV um hvort að sveitarfélagið ætti fasteign sem hentar sem úrræði sem hentar börnum með sértækar þarfir. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um stærð þeirrar starfsemi sem um ræðir.
- Erindi frá Björgunarfélaginu Blöndu
Byggðarráð samþykkir ósk Björgunarfélaginu Blöndu um að halda brennu og flugeldasýningu um áramótin.
- Erindi frá Lárusi Jónssyni
Grímur Rúnar Lárusson vék af fundi undir þessum lið. Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins fram til næsta fundar og felur sveitarstjóra að vinna málið milli funda í samræmi við umræður fundarins.
- Samstarfssamningur um svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi vestra
Lagt fram til kynningar.
- Skýrsla og raforkumál á Norðurlandi vestra
Lagt fram til kynningar.
- Samband íslenskra sveitarfélaga tekur við söfnun fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026
Lagt fram til kynningar.
- Niðurstaða stýrihóps um eignarhlut sveitarfélaga í hjúkrunarheimilum
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 989. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
- og 41. fundargerð fagráðs um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð fundur Markaðsstofunnar um ferðamál 21.11.2025
Lagt fram til kynningar.
- Fjárhagsáætlun 2026
Byggðarráð fer fram á að uppfærðar gjaldskrár verði lagðar fyrir næsta fund. Þá felur byggðarráð sveitarstjóra að útbúa handbók fjárhagsáætlunar 2026 og hafa hana tilbúna við seinni umræðu fjárhagsáætlunar Húnabyggðar 2026.
