Dagskrá fundarins
- Samningur við Instavolt
Fyrir fundinum lá samningur við Instavolt er varðar uppsetningu hleðslustöðva á bílastæðinu við sundlaugina á Blönduósi. Byggðarráð staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.
- Samningur við SSNV
Fyrir fundinum lá samningur við SSNV vegna leigu á húsnæði í kvennaskólanum á Blönduósi. Byggðarráð staðfestir samninginn með áorðnum breytingum og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.
- Fyrirspurn varðandi almyrkva/deildarmyrkva
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort að Húnabyggð muni hafa sérstakan viðburð á næsta ári vegna almyrkva/deildarmyrkva, en sveitarstjóra er falið að skoða málið.
- 10 tonn af textíl - vitundarvakning
Lagt fram til kynningar.
- Markvissari árangur á sviði umhverfis- og loftslagsmála
Lagt fram til kynningar.
- Kynningarfundir á tillögum að breyttu fyrirkomulagi ytra byggingareftirlits
Lagt fram til kynningar.
- Aðgangur tollyfirvalda að rafrænu eftirliti hafna
Lagt fram til kynningar en byggðarráð áréttar að engin slíkur búnaður sé við Blönduóshöfn.
- Fundargerð 85. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
Lagt fram til kynningar.
- Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026
Inn á fundinn komu Þorsteinn Þorsteinsson og Sigurður Erlingsson og fóru yfir fjárhagsáætlun ársins 2026.
Þorsteinn Þorsteinsson og Sigurður Erlingsson fór af fundinum og byggðaráð tók til umræðu fjárfestingaráætlun ársins 2026.
Tillaga Jóns Gíslasonar
Þær 90 milljónir sem eyrnamerktar eru í gatnakerfi verði lækkaðar um 50 milljónir og verði samtals 40 milljónir , 15 milljónir sem ætlaðar eru í stjórnsýsluhúsið verði felldar út og gangnamannaskálar og Dalsmynni verði hækkaðar um sömu upphæð og verði því 15 milljónir í Dalsmynni og 5 milljónir í gangnamannaskála. Heildar fjárfestingaáætlun ársins verði því 350 milljónir alls.
Tillgan borin upp upp og var felld með tveimur atkvæðum (ASS og RH) gegn einu (JG).
Formaður bar upp þá tillögu að vísa fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2026 til fyrri umræðu sveitarstjórnar. Tillagan var borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum (ASS og RH), einn sat hjá (JG).
