Formaður lagði fram tillögu í upphafi fundar um að einu máli verið bætt við dagskrá fundarins og að það verði mál númer 1. Tillagan samþykkt samhljóða.
Dagskrá fundarins
- Heimilisfang skrifstofu Húnabyggðar
Byggðarráð staðfestir að nýtt heimilisfang skrifstofu Húnabyggðar sé Húnabraut 5, 540 Blönduósi.
- Skotfélagið Markviss 2025
Lögð fram samantekt á starfsemi Markviss á árinu 2025. Mikil starfsemi hefur verið í félaginu á árinu og ýmiskonar framkvæmdir í gangi. Þá hefur keppnishald verið umtalsvert og sérstaka athygli vekur góður árangur félagsins í mótum á árinu, en sex Íslandsmeistaratiltlar skiluðu sér í hús og tíu Íslandsmet.
- Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna í Húnabyggð
Byggðarráð samþykkir framlagt umboð til handa sviðsstjóra velferðarsviðs og fræðslustjóra og vísar umboðinu til endanlegrar staðfestingar sveitarstjórnar.
- Umhverfismælingar og mælaborð
Lagt fram til kynningar.
- Starfamessa 20. nóvember 2025
Lagt fram til kynningar.
- Mál til opinberrar umsagnar
Lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að skoða tilefni til athugasemda við 229. mál – Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.
- Fundargerð 132. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar.
- Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026
Inn á fundinn komu Þorsteinn Þorsteinsson og Sigurður Erlingsson og fóru yfir uppstillingu fjárhagsmódels Húnabyggðar fyrir árið 2026 og útgönguspá 2025. Unnið var áfram með fjárfestingaáætlun 2026.
