127. fundur 19. nóvember 2025 kl. 15:00 - 16:29
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Formaður lagði fram tillögu í upphafi fundar um að einu máli verið bætt við dagskrá fundarins og að það verði mál númer 1. Tillagan samþykkt samhljóða.

Dagskrá fundarins

  1. Heimilisfang skrifstofu Húnabyggðar

Byggðarráð staðfestir að nýtt heimilisfang skrifstofu Húnabyggðar sé Húnabraut 5, 540 Blönduósi.

  1. Skotfélagið Markviss 2025

Lögð fram samantekt á starfsemi Markviss á árinu 2025. Mikil starfsemi hefur verið í félaginu á árinu og ýmiskonar framkvæmdir í gangi. Þá hefur keppnishald verið umtalsvert og sérstaka athygli vekur góður árangur félagsins í mótum á árinu, en sex Íslandsmeistaratiltlar skiluðu sér í hús og tíu Íslandsmet.

  1. Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna í Húnabyggð

Byggðarráð samþykkir framlagt umboð til handa sviðsstjóra velferðarsviðs og fræðslustjóra og vísar umboðinu til endanlegrar staðfestingar sveitarstjórnar.

  1. Umhverfismælingar og mælaborð

Lagt fram til kynningar.

  1. Starfamessa 20. nóvember 2025

Lagt fram til kynningar.

  1. Mál til opinberrar umsagnar

Lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að skoða tilefni til athugasemda við 229. mál – Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.

  1. Fundargerð 132. fundar stjórnar SSNV

Lagt fram til kynningar.

  1. Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026

Inn á fundinn komu Þorsteinn Þorsteinsson og Sigurður Erlingsson og fóru yfir uppstillingu fjárhagsmódels Húnabyggðar fyrir árið 2026 og útgönguspá 2025. Unnið var áfram með fjárfestingaáætlun 2026.

Getum við bætt efni þessarar síðu?