126. fundur 13. nóvember 2025 kl. 15:00 - 16:38
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Dagskrá fundarins

  1. Sala eigna

Fyrir fundinum láu þrjú verðmöt á eignum Húnabyggðar sem byggðarráð ákveður að auglýstar verði til sölu. Sveitarstjóra falið að setja eignirnar á sölu.

  1. Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra - fjárhagsáætlun 2026

Lagt fram til kynningar.

  1. Minnisblað um tollfrelsi

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 84. fundar samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 988. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

  1. Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026

Inn á fundinn komu Þorsteinn Þorsteinsson og Sigurður Erlingsson og fóru yfir uppstillingu fjárhagsmódels Húnabyggðar fyrir árið 2026 og útgönguspá 2025. Farið var yfir gjaldskrár í fráveitu- og úrgangsmálum og álagningarprósentu fasteignaskatts. Unnið var áfram með fjárfestingaáætlun 2026.

Getum við bætt efni þessarar síðu?