124. fundur 04. nóvember 2025 kl. 15:00 - 17:40
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
  • Elín Aradóttir varamaður
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Dagskrá fundarins

  1. Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026

Inn á fundinn komu Jón Ari Stefánsson og Sigurður Erlingsson sem fóru ítarlega yfir yfir forsendur og uppstillingu fjárhagsmódels Húnabyggðar fyrir árið 2026. Helstu forsendur voru skilgreindar og þau atriði sem hafa áhrif á útkomu fjárhags sveitarfélagsins á næsta ári stillt af og skoðuð. Einnig var farið yfir útgönguspá ársins 2025 sem nú er nær tilbúin.

 

Skoðaðar voru sérstaklega gjaldskrár úrgangsmála og fráveitu og endanlegar tillögur þeirra gjaldskráa verður lögð fram á næsta fundi.

 

Farið var yfir fjárfestingaáætlun ársins 2026 og áætlunin unnin áfram miðað við þær áherslur sem vinna á með á næsta ári.

 

Sveitarstjóra og ráðgjöfum falið að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar þannig að klára megi hana á næsta fundi byggðarráðs fyrir fyrri umræðu sveitarstjórnar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?