125. fundur 06. nóvember 2025 kl. 15:00 - 18:55
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Dagskrá fundarins

  1. Íbúðakjarni fyrir fólk með fötlun

Sigurður Erlingsson kom inn á fundinn undir þessum lið.

Fyrir fundinum lá uppfærð hönnun á þjónustukjarna fyrir fólk með fötlun sem samþykkt er að hálfu byggðarráðs. Þá ákveður byggðarráð að taka út úr verkefninu parhús sem átti að byggja við hlið þjónustukjarnans. Þetta er gert til að tryggja að heildarverkefnið fari ekki fram úr þeim kostnaði sem Húnaborg ses ræður við og að ekki þurfi að fresta framkvæmdum af þeim sökum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að halda verkefninu áfram miðað við þessar breytingar og umræðu fundarins.

  1. Bókun fundar Sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiða

Fyrir fundinum lá fundargerð fundar Sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiða, þar sem sjálfseignarstofnunin leggst gegn fyrirhugaðri rannsóknarvinnu vegna virkjunarkosts í Vatnsdalsá.

  1. Persónuvernd

Fyrir fundinum láu upplýsingar um umfang og kostnað vegna persónuverndarþjónustu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

  1. Heimilisiðnaðarsafnið

Fundargerð fundar stjórnar Heimilisiðnaðarsafnsins lögð fram til kynningar.

  1. Ágóðahlutur til aðildarsveitarfélaga EBÍ

Lagt fram til kynningar en Húnabyggð fær í sinn hlut 656.000kr. í arðgreiðslu frá EBÍ fyrir árið 2025.

  1. Stekkjarvík - úrgangsmagn

Lögð fram til kynningar skýrsla Norðurár um urðað magn í Stekkjarvík það sem af er þessu ári. Hvað varðar Húnabyggð stingur í augun aukning á flokknum „Almenn spilliefni sem flokka þarf frá“ sem aukist hefur um 73% það sem af er þessu ári miðað við 2024. Norðurá bendir jafnframt á það í samantekt sinni að hafa beri áhyggjur af þessum sama urðunarflokki þvert á öll sveitarfélög sem urða í Stekkjarvík en það sem af er þessu ári hafa komið rúmlega 32 tonn í þessum urðunarflokki.

  1. Leiðaráætlun landsbyggðarvagna

Farið var yfir kynningarefni Vegagerðarinnar varðandi breytingar á leiðaráætlun lands­byggðavagna. Ljóst er að þjónustan er að minnka á Norðurlandi vestra þar sem ferðum vagns númer 57 (Reykjavík-Akureyri) fækkar úr tveimur í eina á dag. Vagninn verður minnkaður (43 sæti) sem eykur öryggi og nú mun leið 57 keyra fram hjá Akranesi sem styttir leiðartímann. Leið 84 (Blönduós-Skagaströnd) verður pöntunarþjónusta áfram.

  1. Bók um fjárréttir Íslands

Lagt fram til kynningar erindi um stuðning við gerð bókar um fjárréttir Íslands og byggðarráð ákveður að leggja verkefninu til 100.000kr.

  1. Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands

Byggðarráð hafnar erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Air 66N Flugklasans um aðstoð vegna markaðssetningar flugvallarins á Akureyri. Eins og áður hefur komið fram í bókunum byggðarráðs um málið er það skoðun Húnabyggðar að Isavia eigi að fjármagna markaðs­setningu alþjóðaflugvalla á Íslandi.

  1. Fundargerð 131. fundar stjórnar SSNV

Lagt fram til kynningar.

  1. Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026

Inn á fundinn komu Jón Ari Stefánsson og Sigurður Erlingsson og fóru yfir uppstillingu fjárhagsmódels Húnabyggðar fyrir árið 2026 og útgönguspá 2025. Farið var yfir gjaldskrár í fráveitu- og úrgangsmálum og álagningarprósentu fasteignaskatts. Unnið var áfram með fjárfestingaáætlun 2026.

Getum við bætt efni þessarar síðu?