122. fundur 22. október 2025 kl. 15:00 - 17:43
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir varaformaður
  • Elín Aradóttir varamaður
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Í upphafi fundar lagði formaður byggðarráðs fram tillögu um að liður númer 2 í upphaflegri dagskrá verði felldur niður.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Dagskrá fundarins

  1. Slæmt ástand vega í dreifbýli Húnabyggðar

Byggarráð tekur undir þær áhyggjur og athugasemdir sem komið hafa frá skólabílstjórum og sendar hafa verið af skólastjóra Húnaskóla til Vegagerðarinnar. Í fyrri bókunum byggðarráðs á þessu ári hafa komið fram ábendingar um slæmt ástand vega í dreifbýli Húnabyggðar. Það er því miður á mörgum stöðum algjörlega óviðunandi. Það á ekki síst við um Svínvetningabraut frá þjóðveginum við Svartárbrú að Kjalvegi sem er á köflum hættulegur og einnig þaðan niður Svínvetningabraut að bundna slitlaginu. Þá eru vegir í vestanverðum Svínadal og beggja vegna í Blöndudal slæmir og beinlínis hættulegur að austanverðu. Þá er vegurinn í Svartárdal mjög slæmur. Að lokum skal nefna veginn út á Skaga, en í nýrri skýrslu um banaslys í umferðinni sem gefin var út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa er uppbygging vegarins, skortur á merkingum o.fl. gagnrýnt.

  1. Skýrsla um refa- og minkaveiði 2024

Refaveiði hefur gengið vel og veiði hefur aukist á milli ára. Minkaveiði hefur staðið í stað og ljóst að þar verður gera átak næsta vor.

  1. Norðurá – fundargerð stjórnar og ný gjaldskrá

Lagt fram til kynningar og byggðaráð sem áður mótmælir því að stjórn Norðurár setji sig á móti því að færa gjaldskrá Stekkjarvíkur að gjaldskrám annarra urðunarstaða. Byggðarráð tekur undir bókun stjórnar Norðurár þess efnis að endurskoða þurfi verklagsreglur um móttöku úrgangs, viðbrögð við frávikum og verklag við eftirlit. Byggðaráð hefur um nokkra ára skeið bent á mikilvægi þess að eftirlitsferlar séu bættir hvað varðar þau efni sem urðuð eru í Stekkjarvík.

  1. Fundargerð sáttafundar vegna landamerkja á Skagaheiði

Lagt fram til kynningar og byggðarráð leggur til við sveitarstjórn Húnabyggðar að staðfesta samkomulagið.

  1. Fundargerðir fagsráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðulands

Lagt fram til kynningar.

  1. Framlag ríkisins 2025 vegna barna með fjölþættan vanda

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 986. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

  1. Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026

Inn á fundinn kom Magnús Kristjánsson frá KPMG og fór yfir stöðu slita þriggja byggðarsamlaga sem nú standa yfir. Umtalsverð áhrif á fjárhag sveitarfélagsins verða af þessum slitum og reiknað er með að jákvæðra áhrifa gæti farið að gæta strax á næsta ári.

Inn á fundinn kom einnig kom Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG og fór yfir málefni Fasteigna Húnabyggðar ehf.

Að lokum fór Sigurður Erlingsson yfir stöðu fjárfestinga og áætlun um í hvaða fjárhæð fjárfestingaáætlun ársins 2025 endar. Útlit er fyrir að áætlun ársins verði nýtt að fullu og að auka þurfi við áætlunina vegna endurnýjunar íbúðar í Hnitbjörgum sem nú er í eigu Húnabyggðar. Rædd voru nokkur þeirra atriða sem koma til með að vera í fjárfestingaáætlun Húnabyggðar 2026-2029. Enn á eftir að vinna fjárfestingaráætlunina töluvert áfram sem gert verður á næstu fundum byggðarráðs. Þá var farið yfir lántöku Húnabyggðar á árinu 2025 en áætlað er að klára lántökur ársins á næstu vikum.

Getum við bætt efni þessarar síðu?