121. fundur 15. október 2025 kl. 15:00 - 17:45
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Í upphafi fundar lagði formaður byggðarráðs fram tillögu þess efnis að eftirfarandi mál verði sett á dagskrá fundarins:

  1. Kvennafrídagurinn sem verði mál númer 10.
  2. Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna sem verði mál númer 11.
  3. Lóðarmál við Húnabraut 4 og 6 sem verði mál númer 12.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Dagskrá fundarins

  1. Kálfshamarsvík - vatnsmál

Lögð fram til kynningar drög að samkomulagi við landeiganda Kálfshamars vegna vatnsveitu fyrir Kálfshamarsvík. Byggðarráð leggur áherslu á að þau samningsatriði sem voru í fyrra samkomulaginu um efnistöku og vatnsveitu í þjónusthús flytjist með inn í nýjan samning. Byggðarráð samþykkir að öðru leiti samningsdrögin og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.

  1. Fyrirspurn frá hótel Blönduósi

Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna hvaða svæði kæmi best til greina fyrir tímabundið tjaldsvæði nálægt gamla bænum vegna viðburðar sem þar verður haldinn sumarið 2026.

  1. Umsókn um rannsóknarleyfi á vatnasviði Vatnsdalsár

Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar Skipulags- og samgöngunefndar og Umhverfisnefndar.

  1. Gjaldskrá bóka- og skjalasafns

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá bóka- og skjalasafns og felur sveitar­stjóra að setja hana í auglýsingu.

  1. Samningur við Farskólann

Byggðarráð samþykkir samhljóða endurnýjaðann samning við Farskólann og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.

  1. Fagráð um málefni fatlaðs fólks fundargerð 38. fundar

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 129. fundar stjórnar SSNV

Lagt fram til kynningar.

  1. Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra - fjárhagsáætlun 2026

Lagt fram til kynningar.

  1. ÖBÍ - biðtími eftir NPA þjónustu

Lagt fram til kynningar.

  1. Kvennafrídagur 2025

Þar sem 50 ár eru liðin frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi hefur framkvæmdastjórn Kvennaárs boðað til kvennaverkfalls þann 24. október.

Byggarráð styður réttindabaráttu kvenna og samþykkir að konum og kvárum sem vinna hjá sveitarfélaginu sé heimilt að leggja niður störf á launum þennan dag milli klukkan 14:00-16:00. Á þeim tíma fer fram útifundur á Arnarhóli í Reykjavík. Þeir starfsmenn Húnabyggðar sem óska eftir að leggja niður störf er bent á að tilkynna það yfirmönnum sínum ekki seinna en 20. október. Forstöðumenn stofnanna Húnabyggðar er falið að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi afleysingar eða lokanir og að tryggt sé að allir þjónustuþegar séu vel upplýstir um breytingar á þjónustu á þeim tíma sem um ræðir.

  1. Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Byggðarráð felur menningar- íþrótta-, tómstundafulltrúa Húnabyggðar að vinna málið áfram og stofna um það verkefnahóp sem vinnur tillögur að útfærslu verkefnisins. Tillögur séu lagðar fyrir byggðarráð áður en að vinnu við fjárhagsáætlun líkur í nóvember.

  1. Lóðarmál við Húnabraut 4 og 6.

Byggðarráð samþykkir að gerðar verði nauðsynlegar bráðabirgðaaðgerðir til að bæta aðgengi á svæðinu og vísar til gerð fjárhagsáætlunar frekari umbótum á umræddu svæði.

  1. Fjármál Húnabyggðar

Sigurður Erlingsson kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir minnisblöð um úrgangsmál og veitustarfsemi Húnabyggðar. Þá var einnig farið yfir forsendur fjáhagsáætlunar Húnabyggðar og tímalínu fjárhagsáætlunarvinnunnar sem þegar er hafin.

Getum við bætt efni þessarar síðu?