120. fundur 08. október 2025 kl. 15:00 - 17:45
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Elín Aradóttir varamaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Dagskrá fundarins

  1. Hestamannafélagið Neisti

Hörður Ríkarðsson, Ólafur Magnússon og Sigurður Ólafsson komu inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir málefni hestamannafélagsins Neista og reiðhallarinnar í Arnargerði. Til umræðu voru styrktarmál félagsins en rekstur þess er umtalsverður með rúmlega 200 skráðum félögum. Töluverðar framkvæmdir hafa staðið yfir í reiðhöllinni undanfarið og félagið leggur til við byggðarráð að farið verði yfir þessi mál við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. Byggðarráð þakkar fulltrúum hestamannafélagsins fyrir greinagóða yfirferð.

  1. Erindi frá öldungaráði

Erindi öldungaráðs var í nokkrum liðum og því eru svör byggðarráðs samkvæmt því.

 

Byggðarráð vísar fyrirspurnum öldungaráðs um að ráða fagaðila, t.d. íþróttakennara eða sjúkraþjálfara, til að sinna verkefnunum Bjartur lífsstíll og Heilsueflandi samfélag og að auka/auðvelda heilsueflingu eldra fólks til félagsmálastjóra. Að sama skapi vísar byggðarráð ósk um þarfagreiningu þar sem skoðaðar verði þær hindranir sem eru í vegi eldra fólks við að taka þátt í skipulögðu lýðheilsu- og félagsstarfi til félagsmálastjóra.

Hvað varðar dagdvöl aldraðra þá er það verkefni í vinnslu og fyrirspurnum um áætlaða kostnað er vísað til félagsmálastjóra.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að sjá til þess að markaðssetning og sýnileiki þeirrar þjónustu sem í boði er fyrir eldri borgara verður uppfærð og skerpt. Þá felur byggðarráð sveitarstjóra að ræða við öldungarráð um frekari útfærslu á hugmynd um grænmetisræktun.

 

Byggðaráð vísar fyrirspurnum um áætlaða kostnað í gönguleið með góðu aðgengi frá Flúðabakka að Blöndubrú, og áfram að verslunar- og þjónustukjarna við Melabraut og lagfæringum á gangstéttum í þéttbýlinu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.

  1. Barnaheill – fræðsluerindi

Erindi frá fræðslunefnd um kaup á fræðslu vegna vernd barna gegn kynferðisofbeldi er samþykkt samhljóða.

  1. Leigusamningur um Húnavelli

Nýr samningur um leigu eigna sveitarfélagsins á Húnavöllum lagður fram til kynningar og samþykktur samhljóða.

  1. Heilbrigðiseftirlit Norðulands vestra

Lögð fram til kynningar úttekt á félagsheimilinu í Dalsmynni. Niðurstaða úttektarinnar er að húsnæðið uppfyllir skilyrði til starfsleyfis.

  1. Vinnsla og nýting hauggass í Stekkjarvík

Lagt fram til kynningar.

  1. Prjónagleði 2026

Húnabyggð hefur samið við Svanhildi Pálsdóttur um að sjá um Prjónagleði 2026 sem haldin verður dagana 5-7. júní á næsta ári. Svanhildur er öllum hnútum kunnug hvað varðar Prjónagleðina og fagnar byggðarráð ráðningu hennar. Svanhildur mun ræða við forsvarsfólk Hvatar um framtíðar dagsetningu Prjónagleðinnar og Smábæjaleikanna en ljóst er að þessir tveir viðburðir fara ekki saman á sömu helginni.

Borist hefur erindi frá Stínu Gísladóttur um skipulag Prjónagleðinnar og byggðarráð felur Svanhildi að svara erindi Stínu Gísladóttur og öðrum fyrirspurnum sem borist hafa um framkvæmd Prjónagleðinnar 2026.

  1. Skipan í samráðsvettvang Sóknaráætlunar

Byggðarráð tilnefnir sveitarstjóra fyrir hönd Húnabyggðar í samráðsvettvang sóknaráætlunar SSNV.

  1. Samstarfsyfirlýsing um farsældarráð á Norðurlandi vestra

Byggðarráð samþykkir framlagða samstarfsyfirlýsingu fyrir hönd Húnabyggðar.

  1. Fundargerð 128. fundar stjórnar SSNV

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 985. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

  1. Fjármál Húnabyggðar

Sigurður Erlingsson kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir forsendur fjáhagsáætlunar Húnabyggðar og þau verkefni sem komin eru af stað vegna fjárhagsáætlunar 2026.

Getum við bætt efni þessarar síðu?