Í upphafi fundar lagði formaður byggðarráðs fram tillögu þess efnsi að tveimur málum yrði bætt á dagskrá fundarins sem eru annars vegar ósk um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags og hins vegar tillögur til SSNV vegna haustþings og að þessi mál yrðu mál 8. og 9. á fundinum. Tillaga formanns byggðarráðs var samþykkt samhljóða.
Dagskrá fundarins
- Fundargerð Almannavarnarnefndar
Lögð fram til kynningar fundargerð Almannavarnarnefndar Austur Húnavatnssýslu frá fundi 18.09.2025. Á fundinum var skipulagi nefndarinnar breytt og var hún stækkuð umtalsvert og munu núna 11 manns skipa nefndina. Frá Húnabyggð sitja í nefndinni Pétur Arason, Ingvar Sigurðsson og Bergþór Gunnarsson.
- Samningur um sérleið vegna skólaársins 2025-2026
Vegna breytinga á akstursleiðum og íbúasamsetningu þurfti að breyta skólaakstursleiðum þessa skólaárs. Lagður var fram til kynningar samningur um akstur í vestanverðum Svínadal sem byggðarráð samþykkir samhljóða.
- Samantekt fundar skiptastjórnar 18.september 2025
Slit byggðarsamlaganna er nú á lokametrunum og núna er verið að vinna að formlegum slitum félags- og skólaþjónustu.
- Uppsögn leigusamnings við HSN
Húnabyggð hefur sagt upp leigusamningi við HSN undir starfsemi félags- og skólaþjónustunnar og munu starfsmenn sviðsins flytja með starfsfólki skrifstofu Húnabyggðar í nýtt húsnæði á Húnabraut 5 á næstunni.
- Fundargerð 475. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram til kynningar.
- Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040 - uppfært
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð 984. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
- Leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags
Bókun byggðarráðs bókuð í trúnaðarbók.
- Haustþing SSNV
Tillögur fyrir haustþing kláraðar og sveitarstjóra falið að senda þær á SSNV:
 
												