117. fundur 11. september 2025 kl. 14:00 - 15:40
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Dagskrá fundarins

  1. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning Húnabyggðar

Lögð fram drög að nýjum reglum um húsnæðisstuðning Húnabyggðar og frekari útfærslu reglannna er vísað til fjármálateymis Húnabyggðar.

  1. Samningur um Vatnsdælurefil

Lögð fram til kynningar lokaútgáfa samnings milli Húnabyggðar og Jóhönnu Pálmadóttur og barna hennar um varðveislu Vatnsdælurefilsins.

Byggðarráð vill nota tækifærið og óska Jóhönnu og öllum til hamingju með vel heppnaða hátíðardagskrá föstudaginn 29. ágúst í tilefni afhendingar Vatnsdælurefilsins.

  1. Beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja

Lögð fram beiðni Péturs Blöndals Gíslasonar fyrir hönd Hveravallafélagsins ehf. um umsögn um geymslustað ökutækja vegna starfsleyfis ökutækjaleigu.

Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leiti.

  1. Haustþing SSNV

SSNV hefur óskað eftir hugmyndum um umræðuefni á haustiþingi SSNV. Þau málefni sem Húnabyggð óskar eftir að skoðað verði að leggja fyrir þingið eru:

  • Nota SSNV meira sem miðpunkt í innleiðingu mála eins og t.d. loftlagsmála.
  • Samgönguáætlun NV
  • Sameiginleg sýn í orkumálum
  • Staða fjarskiptamála

Sveitarstjóra falið að vinna að skilgreiningu þessara mála og leggja fyrir byggðarráð fyrir haustþing SSNV.

  1. Löggæslumyndavélar í umdæminu

Lagt fram til kynningar samkomulag milli SSNV og sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra um að þau fjármagni uppsetningu öryggismyndavéla á innkomuleiðum inn í landshlutann. Áætlaður kostnaður Húnabyggðar vegna verkefnisins er ríflega 600.000kr.

Byggðarráð staðfestir samkomulagið fyrir hönd Húnabyggðar.

  1. Beiðni um umsögn vegna Brautarhvamms 3

Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leiti.

  1. Beiðni um umsögn vegna Brautarhvamms 4

Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leiti.

  1. Beiðni um umsögn vegna Brautarhvamms 5

Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leiti.

  1. Samningur við skólasálfræðing

Undirrritaður samningur lagður fram til kynningar.

  1. Álit Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Holtavörðuheiðarlínu 3

Byggðarráð bendir á að niðurstöður Skipulagsstofnunar eru að mestu leiti samhljóma áliti Húnabyggðar þar sem talið er mun fýsilegra að fara með núverandi byggðarlínu.

  1. Samband íslenskra sveitarfélaga - 983. fundargerð stjórnar

Lagt fram til kynningar.

  1. Samtök orkusveitarfélaga - 87. fundargerð stjórnar

Lagt fram til kynningar.

  1. Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum - 83. fundargerð stjórnar

Lagt fram til kynningar.

  1. Hafnasambands Íslands - 474. fundargerð stjórnar

Lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?