Dagskrá fundarins
- Beiðni um umsögn í máli 2025 059764
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leiti um umsókn fyrir veitingaleyfi að Húnabraut 2.
- Framkvæmdir við Vatnsdalsveg
Fyrir fundinum láu upplýsingar frá Vegagerðinni um að vegna þess að tilboð í framkvæmdir við Vatnsdalsveg voru rétt rúm 77% af kostnaðaráætlun mun Vegagerðin nýta það fjámagn sem áætlað var til verkefnisins. Af því leiðir lengist því vegkaflinn í fyrirhugaðri framkvæmd í samræmi við það.
- Umhverfismáli, sveitarfélögin og SSNV
Fyrir fundinum lá samantekt SSNV um áherslur í loftlagsmálum sveitarfélaga á Norðulandi vestra, lagt fram til kynningar. Byggðarráð beinir því til SSNV að sveitarfélögin á svæðinu fái aðstoð hvað varðar framkvæmd loftlagsmála en flest sveitarfélög á svæðinu eru of lítil til að manna sérstaklega slíkar stöður.
- Vatnstankur við Holtabaut
Fyrir fundinum lá erindi frá íbúa þar sem spurst var fyrir um framtíð gamla vatnstanksins fyrir ofan Holtabraut við Ennisbraut. Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að sjá til þess að þessi vatnstankur verði friðaður í nýju aðalskipulagi og jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að leita eftir hugmyndum um notkun tanksins og svæðisins í kringum hann.
- Heimilisiðnaðarsafnið
Byggðarráð vill koma á framfæri afsökun til forstöðumanns Heimilisiðnaðarsafnsins, Elínar Sigurðardóttur, á bókunum byggðarráðs er varðar málefni Heimilisiðnaðarsafnsins og safnamála almennt á 112. fundi byggðarráðs. Þar var bókað að búið væri að ráða starfsmann til að sjá um utanumhald safnamála sem er ekki rétt og einnig láðist byggðarráði að upplýsa forstöðumann Heimilisiðnaðarsafnsins um þá ákvörðun að safnið færi undir starfsemi sveitarfélagsins áður en það var sent út í bókun byggðarráðs. Þessari afsökun til Elínar Sigurðardóttur er hér með formlega komið á framfæri.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna á næstu vikum og mánuðum framtíðarsýn safnamála Húnabyggðar í samstarfi við þá starfsmenn og einstaklinga sem koma að safnamálum sveitarfélagsins.