115. fundur 21. ágúst 2025 kl. 15:00 - 16:59
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri

Dagskrá fundarins

  1. Samningur um afhendingu Vatnsdælurefils

Fyrir fundinum lá samningur milli sveitarfélagsins og Jóhönnu Pálmadóttur, Helgu Gunnarsdóttur og Pálma Gunnarssonar um varðveislu og meðhöndlun Vatnsdælurefilsins. Byggðarráð samþykkir samninginn og vísar honum til endanlegrar staðfestingar sveitarstjórnar.

Byggðarráð vill nota tækifærið og þakka Jóhönnu Pálmadóttur kærlega fyrir hennar óeigingjörnu og einstöku frumkvöðlavinnu við gerð Vatnsdælurefilsins sem er sannarlega einstök og mikið afrek á heimsvísu. Það er ósk byggðarráðs að það náist sem fyrst að finna reflinum varanlegt sýningarrými þar sem gestir geta notið þessa einstaka handverks sem er mikilvægur vitnisburður um sögulega- og menningarlega arfleið okkar svæðis.

Að lokum vill byggðarráð beina því til allra íbúa að nota tækifærið og skoða refilinn sem sýndur verður almenningi dagana 29-30. ágúst.

  1. Húsnæðismál

Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá verðmat á íbúð F2136675 010102 að Hnjúkabyggð 27 í eigu sveitarfélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra í framhaldi af því að setja eignina á sölu.

  1. Hraðhleðslustöð við Íþróttamiðstöð

Fyrir fundinum lá umsókn Instavolt um að setja upp hleðsluinnviði á fjórum bílastæðum á bílastæðaplaninu við Íþróttamiðstöðina og grunnskólann. Byggðarráð samþykkir umsóknina en með þessu verður um 10% bílastæðanna þar með rafhleðsluinnviðum og sett verður upp hleðslustæði fyrir fólk með fötlun.

  1. Framkvæmdir í gamla bænum

Byggðarráð ákveður að farið verði í að skipta um yfirborðsefni á um 400m2 kafla á gatnakerfi gamla bæjarins, sem fyrsta skref þess að færa yfirborð gatna í gamla bænum í nýtt horf. Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta skoða hvernig ástand lagnakerfa í eigu bæjarins eru á svæðinu og að farið verði í nauðsynlegt viðhald þar sem gatnaframkvæmdir verða.

  1. Samningur um skólaakstur

Fyrir fundinum láu drög að nýjum samningi um skólaakstursleið þar sem nota þarf sérútbúna bifreið fyrir fólk með fötlun. Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra að ganga frá undirskrift samningsins.

  1. Þrístapar – formleg opnun og inngangsskilti

Fyrir fundinum lá hugmynd að uppfærslu skilta við innganginn við Þrístapa. Byggðarráð samþykkir verkefnið og felur sveitarstjóra að láta setja þau upp sem fyrst.

Byggðarráð vill nota tækifærið og hvetja íbúa til að mæta á formlega opnun Þrístapa sem haldin verður föstudaginn 29. ágúst klukkan 14:00.

  1. Mótun samskiptastefnu fyrir Norðurland vestra

SSNV og sveitarfélögin í landshlutanum standa fyrir íbúafundum þar sem íbúar fá tækifæri til að hafa áhrif á mótun samskiptastefnu fyrir svæðið. Markmiðið er að finna sameiginlegar leiðir að jákvæðum, uppbyggilegum samskiptum og skapa samstöðu og samkennd íbúa Norðurlands vestra.

Haldinn verður fundur í Húnabyggð 27. ágúst í Félagsheimili Blönduóss frá klukkan 16:30-18:00. Byggðarráð hvetur alla íbúa til að taka þátt.

  1. Áherslur í ávarpi á fundi með innviðaráðherra

Farið var yfir þær áherslur sem sendar verða SSNV vegna fundarins og byggðarráð vill nota tækifærið og minna á opinn fund innviðaráðherra um samgöngumál sem haldinn verður Í Krúttinu á Blönduósi 25. ágúst frá klukkan 16:30-18:00.

  1. Húsaleigusamningur við Rarik

Fyrir fundinum lá samningur við Rarik um að hýsa dreifnám FNV næsta skólár og byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða.

  1. Heimilisiðnaðarsafnið

Lagt fram til kynningar fundargerð síðasta stjórnarfundar Heimilisiðnaðarsafnsins og ársreikningur og ársskýrsla Heimilisiðnaðarsafnsins fyrir árið 2024.

  1. Stekkjarvík - urðunartölur

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerð 126. fundar stjórnar SSNV

Lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?