105. fundur 07. maí 2025

Nefndarmenn
 Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi


Starfsmaður
Pétur Arason sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundurinn var settur klukkan 15:00 og slitið 16:45.
Dagskrá og bókanir fundarins:

1. Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar
Katrín Benediktsdóttir kom á fundinn og fór yfir helstu atriði í starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar
síðustu tvö ár. Miklar breytingar hafa verið í gangi bæði hvað varðar starfsemina sjálfa og
starfsmannahópinn. Þá hafa miklar framkvæmdir verið í gangi eins og uppsetning nýrrar gufu,
nýtt gólf í íþróttahúsið, nýjar hurðir í íþróttasal, aðgengismál o.fl. Fyrir liggur að nýtt klórkerfi
veður sett upp í ár og því mun álag á starfsemina halda áfram fram á sumarið. Opnunartíminn
hefur verið lengdur og vaktaplani breytt og gaman að segja frá því að lífið í húsinu hefur
stóraukist og þessar breytingar hafa mælst vel fyrir hjá heimamönnum og gestum. Almennt er
verið að skerpa á umgengni og skipulagi þeirra sem nota húsið að staðaldri eins og t.d.
grunnskóli og íþróttafélög. Þetta hefur gengið vel en enn á eftir að slípa til ýmsa hluti og haldið
verður áfram að vinna með það.
Tekjur hafa aukist jafnt og þétt á milli ára síðust ár og aukin notkun hússins styður undir
tekjumyndum hússins.
Sumarið 2024 var sögulega slæmt hvað varðar aðsókn í sundlaugina og þar spilaði veður
síðasta árs stórt hlutverk. Hins vegar er mjög jákvætt að aðsókn í húsið jókst á milli ára og er
þar að þakka meiri aðsókn á mánuðum sem áður voru rólegir þannig að Íþróttamiðstöðin er í
sókn og aldrei hefur áður verið jafn mikil aðsókn og spennandi verður að sjá hvernig sumarið
kemur út. Það hefur t.d. komið í ljós í þessum breytingum að lenging á opnun á föstudögum
skiptir miklu máli og eins opnanir á sunnudögum, en sunnudagar eru vinsælli en laugardagar.
Innskráningar í húsið fyrstu fjóra mánuði ársins árið 2025 er 13.923 manns sem er u.þ.b. 37%
aukning frá árinu 2024, en þá komu 10.122 manns á sama tímabili. Taka má fram að inn í
þessum tölum er ekki starf íþróttafélaga, grunnskólans, aldraðra o.s.frv.
Byggðarráð þakkar Katrínu fyrir mjög áhugaverða samantekt og greinilegt að það er rífandi
gangur í Íþróttamiðstöðinni og spennandi tímar framundan.
2. Fjármál Húnabyggðar
Sigurður Erlingsson kom inn á fundinn og fór yfir fjárfestingar ársins, rekstrarniðurstöðu fyrsta
ársfjórðungs 2025 og lántökuþörf.
Byggðarráð Húnabyggðar 105. fundur
Almennt er góður gangur í framkvæmdum og þegar hefur verið fjárfest fyrir um 139
milljónir á árinu 2025. Rekstrarniðurstaða fyrsta ársfjórðungs gefa jákvæð merki um að
hlutirnir séu á góðu róli og að sá árangur sem búið er að byggja upp sé enn að nást. Farið var
yfir lántökuþörf og fyrirséð er að sveitarfélagið þarf að draga á lánalínur á öðrum ársłórðungi.
3. Styrkveiting úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Byggðarráð fagnar styrkveitingunni sem mun koma verkefninu af stað en mesta vinnan sem
framundan er snýst um hönnun svæðisins. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram með
heimastjórn og veita í framhaldinu upplýsingar um hvernig verkefnið verður skipulagt.
4. Eftirlitsskýrslur vegna húsnæðis Húnaskóla
Skýrslurnar lagðar fram til kynningar en aðgerðir vegna þessara athugasemda verður unnið
með þegar skólastörfum líkur.
5. Bréf frá Fiskistofu vegna strandveiða
Lagt fram til kynningar.
6. Fundur stjórnar Markaðsstofu Norðurlands
Lagt fram til kynningar.
7. Drög að áskorun vegna Flugklasans Air 66N
Lagt fram til kynningar.
8. Fundargerðir 977. og 978. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
9. Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2025
Lagt fram til kynningar.
10. Fundargerð 472. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram til kynningar.
11. Ályktun aðalfundar Skógfræðingafélags Íslands
Lagt fram til kynningar

Getum við bætt efni þessarar síðu?