Dagskrá
Zophonías Ari Lárusson boðaði forföll og í hans stað mætti Guðmundur Haukur Jakobsson.
1.Reglur um hunda- og kattahald í Húnabyggð
2504024
Fyrir fundinum lágu kvartanir vegna lausagöngu hunda á Blönduósi. Að gefnu tilefni minnir byggðarráð á að hundahald er ekki leyft á opnum svæðum í þéttbýlinu þ.e. á íþróttasvæðinu, á tjaldsvæðinu o.s.frv. Þá beinir byggðarráð því til hundaeigenda að virða þessar reglur og sýna gott fordæmi með að hirða upp eftir hundana þegar gengið er með þá í þéttbýlinu.
Uppfæra þarf reglur um hunda- og kattahald og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Sveitarjóra er einnig falið að svara erindunum og leiðbeina aðilum máls.
Uppfæra þarf reglur um hunda- og kattahald og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Sveitarjóra er einnig falið að svara erindunum og leiðbeina aðilum máls.
2.Samstarf Húnabyggðar og Landsvirkjunar
2503004
Fyrir fundinum lá samningur milli Landsvirkjunar og Húnabyggðar vegna samstarfs um vinnuflokka ungmenna á árinu 2025.
Samstarfið gekk mjög vel árið 2024 og því er því haldið áfram.
Samstarfið gekk mjög vel árið 2024 og því er því haldið áfram.
3.Kostnaðarsamantekt á girðingavinnu Húnabyggðar
2504023
Sveitarstjóri lagði fram til kynningar kostnaðarsamantekt á girðingavinnu sveitarfélagsins. Kostnaður hefur farið töluvert niður á síðustu árum eða frá um rúmlega 13.000.000kr. árið 2021 niður í um rúmlega 8.000.000kr. árið 2024. Sveitarfélagið mun sjá um þessa vinnu í samvinnu við verktaka eins og gert hefur verið síðustu ár, en nú hefur bæst við fyrrum Skagabyggð og svæðið því orðið stærra.
4.Fundargerð stjórnar Heimilisiðnaðarsafnsins
2501027
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá kostnaðaráætlun vegna nauðsynlegra framkvæmda á þaki húsnæðis Heimilisiðnaðarsafnsins. Þá felur byggðarráð sveitarstjóra að kanna hvaða rekstrarform gætu helst komið til greina og kanna hvort að önnur minni söfn geti rúmast innan safnsins o.fl. Sveitarstjóra falið að funda með forsvarsmönnum safnsins og öðrum söfnum í sveitarfélaginu til að koma með tillögur hvað þetta varðar.
5.Húnabyggð viðaukar 2025.
2504025
Lagt fram til kynningar.
6.Fundargerð 973 - 976 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2504026
Lagt fram til kynningar.
7.Landskerfi bókasafna
2504027
Lagt fram til kynningar.
8.Fundargerð 80. fundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
2504028
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:15.