43. fundur 09. nóvember 2023 kl. 16:00 - 18:31 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Formaður óskaði eftir að bæta við einum lið. Sala eigna - Skúlabraut 33.
Samþykkt samhljóða

1.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Skúlabraut 33 - Kauptilboð
Tilboð í Skúlabraut 33


Byggðaráð samþykkir framlagt kauptilboð í Skúlabraut 33 og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Zophonías Ari Lárusson mætti á fundi eftir umræður og afgreiðslu þessa liðar.

2.Húnabyggð - Úthlutun lóða

2303035

Umsókn um lóð við Flúðabakka
Sigurður Örn Ágústsson fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags sækir um lóð á Flúðabakka.
Byggðaráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðinni í samræmi við grein 3.2 í reglum um lóðaúthlutun sveitarfélagsins kemur fram að sveitarstjórn sé heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, án undangenginna auglýsinga innan skipulagðra svæðia eða á óskipulögðum svæðum. Endanleg úthlutun fari þó ekki fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu, sé hennar þörf. Vilyrði þetta gildir í þrjá mánuði.

Byggingaáform þarf að leggja fyrir Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar.

3.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Húnavellir - Kauptilboð
Tvö tilboð hafa borist í Húnavelli. Lagt fram til kynningar, sveitarstjóra falið að yfirfara tilboðin.

4.Skagabyggð - Gámaplan

2311012

Erindi frá Skagabyggð er varðar móttöku á málmum og gleri á gámaplaninu Efstubraut
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

5.Húnabyggð - Þrifaþjónusta

2311004

Þrifaþjónusta sveitarfélagsins
Umræður urðu um ræstingar í stofnunum sveitarfélgsins og hvernig þeim er hagað

6.Björgunarfélagið Blanda - Styrktarsamningur

2311006

Erindi frá Björgunarfélaginu Blöndu er varðar styrktarsamning félagins
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024

7.Fjallaskálar

2311003

Samningar um fjallaskála
Sveitarstjóra falið að koma á fundi við Sjálfseignarstofnanir varðandi fjallaskála

8.Pólferðarsýning - Hillebrantshús

2311007

Erindi frá Hermanni Þór Baldurssyni er varðar möguleika á Pólferðarsýningu í Hillebrantshúsi næsta sumar
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ganga til samninga.

9.Heimilisiðnaðarsafnið - stjórn

2311005

Erindi frá forstöðumanni Heimilisiðnaðarsafnsins er varðar stjórn safnsins
Byggðarráð samþykkir að Auðunn Steinn Sigurðsson sitji í stjórn Heimilisiðnaðarsafnsins fyrir hönd Húnayggðar.

10.Héraðsskjalasafn - Erindi frá Héraðsskjalaverði

2311010

Erindi frá Svölu Runólfsdóttur, hérðaðsskjalaverði er varðar stefnu sveitarfélagsins í skjalamálum
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

11.Málefni fatlaðs fólks á NLV - Endurskoðun fjáhagsáætlunar 2023

2311011

Erindi frá Sveitarfélaginu Skagafirði er varðar viðauka við fjárhagsáætlun 2023 - Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra
Lagt fram til kynningar

12.Hafnasamband Íslands- Fundargerð 457. fundar stjórnar

2311009

Fundargerð 457. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram til kynningar

13.Fundargerðir 935. og 936. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2311008

Fundargerðir 936. og 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:31.

Getum við bætt efni þessarar síðu?