41. fundur 01. nóvember 2023 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Elín Aradóttir varamaður
    Aðalmaður: Auðunn Steinn Sigurðsson
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Friðrik Halldór Brynjólfsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri Húnabyggðar
Dagskrá
Sigurður Erlingsson ráðgjafi mætti á fundinn

1.Húnabyggð - Níu mánaða uppgjör

2311001

Níu mánaða upogjör Húnabyggðar
Sigurður fór yfir níu mánaða uppgjör Húnabyggðar sem sýnir að fjárhagur sveitarfélagsins er ágætlega staddur miðað við gríðarlega erfið ytri skilyrði og vonir eru bundnar við að halli ársins verði minni en áætlað var við sex mánaða uppgjörið. Ljóst er að mikið aðhald þarf til að koma í veg fyrir umtalsverðan hallarekstur og verður lögð áhersla á kostnaðaraðhald á síðustu mánuðum ársins.

2.Húnabyggð - Staða fjárfestingaverkefna

2311002

Staða fjárfestingaverkefna Húnabyggðar
Búið er að fjárfesta fyrir um 200 milljónir á árinu í mjög fjölbreyttum verkefnum. Ekki er öllum verkefnum lokið og þau verkefni sem þegar eru hafin verða kláruð sé það mögulegt. Frekari greining er nauðsynleg til að skilja betur þann kostnað sem fallið hefur til í fjárfestingarverkefnum og er fjármálastjóra falið að útvega frekari kostnaðargreiningar á einstökum verkefnum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?