38. fundur 28. september 2023 kl. 15:00 - 18:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Atli Einarsson ritari
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá

1.Reglur um notendasamninga

2309006

Reglur frá Sveitarfélaginu Skagafirði um notendasamninga.
Byggðaráð samþykkir framlagðar reglur um notendasamninga.

2.Skógrækt við þéttbýli í Húnabyggð

2309007

Pétur Arason, sveitarstjóri, kynnti hugmyndir um möguleg skógræktarsvæði við þéttbýli Húnabyggðar.

3.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð stjórnar

2309008

Fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Staða fjármála

2211011

6 mánaða uppgjör sveitarfélagins lagt fram.
Sigurður Erlingsson, ráðgjafi hjá Performare ráðgjöf ehf. kynnti og fór yfir 6 mánaða innanhúsuppgjör Húnabyggðar.

Ljóst er að rekstur sveitarfélagsins er í járnum, sem er í takt við rekstur sveitarfélaga á landsvísu meðal annars vegna fjármagnskostnaðar og vaxtaumhverfis.

Uppgjörinu vísað til umræðu í sveitarstjórn.

5.Fundagerð Húnanets

2308003

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Tilboð í Skúlabraut 21
Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.

Byggðaráð samþykkir framlagt kauptilboð í Skúlabraut 21 og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

7.Lóðamál

2309009

Fyrir fundinum lágu tvær umsóknir um lóðir í sveitarfélaginu.

A)
Gamli bærinn þróunarfélag ehf. sækir um lóð að Blöndubyggð 7.
Byggðaráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðinni í samræmi við grein 3.2 í reglum um lóðaúthlutun sveitarfélagsins kemur fram að sveitarstjórn sé heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, án undangenginna auglýsinga innan skipulagðra svæðia eða á óskipulögðum svæðum. Endanleg úthlutun fari þó ekki fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu, sé hennar þörf.

Byggðaráð telur að um sé að ræða sérstakt tilvik þar sem til stendur að flytja Gústasjoppu sem áður stóð á lóðinni aftur á lóðina. Þannig er verið að byggja upp bæjarmynd gamla bæjarins með húsum sem þar voru áður.

B)
InfoCapital ehf. sækir um lóð á gatnamótum þjóðvegar 1 og Svínvetningabrautar.
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til Skipulags- og byggingarnefndar til frekari vinnslu þar sem svæðið er skipulagt sem skrúðgarður og útivistarsvæði til sérstakra nota á gildandi deiliskipulagi.

8.Samtök orkusveitarfélaga - Fundargerðir

2211042

Fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Öldungaráð

2309010

Erindi frá nefndinni vegna launa fyrir fundarsetu og erindisbréfs.
A) Skipun í stafshóp
Byggðaráð skipar Auðunn Sigurðsson í starfshóp til að vinna að skipulagi dagdvalar við HSN.

B) Greiðslur fyrir fundrsetu nefndarinnar og erindisbréf
Byggðaráð vísar ákvörðun um greiðslu fyrir nefndarsetu til fjárhagsáætlunarvinnu.
Sveitarstjóra falið að ganga frá erindisbréfi nefndarinnar.

C) Akstursþjónusta aldraðra
Reglur um akstursþjónustu aldraðra eru í vinnslu í sveitarfélaginu, en byggðaráð telur mikilvægt að hraða þeirri vinnu eins og hægt er.

10.Húnabyggð - stefnumótun

2309011

Pétur Arason, sveitarstjóri, kynnti fyrirhugaðan stefnumótunardag starfsmanna sveitarfélagsins þann 4. október.

Í framhaldi af stefnumótunardeginum er stefnt að fundi með sveitarstjórn og nefndarfólki þar sem unnið verður áfram með vinnu stenumótunardagsins.

11.Hveravellir - vatnsból

2309012

Fyrir fundinum lá samkomulag um afnotarétt í þjóðlendu þar sem fjallað er um vatnsból á Hveravöllum.

Byggðaráð samþykkir samkomulagið og felur sveitarstjóra að undirrita gögn vegna þess.

12.Styrkjavegir

2309013

Pétur Arason, sveitarstjóri, kynnti umsóknir sveitarfélagsins um styrkjavegi.
Sótt var um styrki að fjárhæð 35 milljónir en 3 milljónir fengust.

Styrkjunum var varið í þrjú verkefni:
- Vegur um Laxárdal að Kirkjuskarði
- Vegur frá Stafnsrétt að Svartá
- Vegur á Grímstunguheiði

13.Ámundakinn - hlutafjáraukning

2309014

Erindi frá Ámundakinn ehf. vegna hlutafjáraukningar.
Erindinu vísað til sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?