37. fundur 07. september 2023 kl. 15:00 - 15:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson
    Aðalmaður: Edda Brynleifsdóttir
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá
Við upphaf fundar óskaði Auðunn Steinn Sigurðsson eftir því að tveimur málum verði bætt á dagskrá og verða það mál númer 7 og 8.

Samþykkt samhljóða.

1.Kvörtun vegna lausagöngu hunda

2308034

Erindi frá íbúa vegna lausagöngu hunda í þéttbýli
Að gefnu tilefni er minnt á a lausaganga hunda er bönnuð í þéttbýli. Hundaeigendum eru hvattir til að fara eftir þessum reglum og passa sérstaklega upp á að lausir hundar séu ekki innan um lítil börn.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að uppfæra reglur um hundahald í sveitarfélaginu.

2.Húsnæðissjálfseignarstofnun vegna sjálfstæðrar búsetu

2308040

Drög að samþykktum fyrir húsnæðissjálfseignarstofnun vegna sjálfstæðrar búsetu fyrir fatlað fólk
Kynnt voru drög að samþykktum fyrir húsnæðissjálfseignarstofnun vegna sjálfstæðrar búsetu fyrir fatlað fólk sem byggðaráð fór yfir og gerir ekki athugasemdir við. Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að stofnun nýrrar húsnæðissjálfseignarstofnunar í samvinnu við Skagafjörð, Skagabyggð og Skagaströnd. Stefnt er að því að reisa húsnæði fyrir sjálfstæða búsetu í stað núverandi heimila á Skúlabraut á Blönduósi og Fellstúni á Sauðárkróki sem fyrst.

3.Fundargerð 97. fundar stjórnar SSNV

2308038

Fundargerð 97. fundar stjórnar SSNV
Fundargerð 97. fundar stjórnar SSNV lögð fram til kynningar.

Byggðaráð tekur undir bókun SSNV varðandi ályktun um Húnavallaleið.

4.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 455. fundar stjórnar

2308039

Fundargerð 455. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Fundargerð 455. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynnningar.

5.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Lagt var fyrir byggðaráð kauptilboð í fasteign sveitarfélagsins að Skúlabraut 21. Tilboðið hljóðar upp á 29.000.000 kr.

Tilboðið samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóra falið að ganga frá sölunni.

6.Húnabyggð - Útboð á vátryggingum

2309001

Undanfarna mánuði hefur staðið yfir samantekt á tryggingamálum sveitarfélagsins.

Byggðaráð samþykkir að setja vátryggingar sveitafélagsins í formlegt útboð.

Niðurstöður útboðsins verði kynntar um leið og þær liggja fyrir.

7.Tilnefning í Samgöngu- og innviðanefnd

2309002

Beiðni frá SSNV um skipun fulltrúa í Samgöngu- og innviðanefnd SSNV.
Fram kom tillaga um að Ragnhildur Haraldsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins í Samgöngu- og innviðanefnd og Pétur Arason varamaður.

Samþykkt samhljóða.

8.Önnur mál

2206034

Fundagátt Húnabyggðar.
Umræður urðu um mikilvægi þess að einfalda og bæta aðgengi kjörinna fulltrúa og nefndarfólks að fundargögnum sveitarfélagsins.

Sveitarstjóra falið koma á fundargátt fyrir kjörna fulltrúa og nefndarfólk hið allra fyrsta.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?