33. fundur 06. júlí 2023 kl. 14:00 - 15:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Berglind Hlín Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Jón Gíslason
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Barna- og menntamálaráðuneytið - Beiðni um umsögn landshlutasamtaka sveitarfélaga um svæðisbundið samráð sveitarfélaga í þágu farsældar barna

2307005

Erindi frá Barna- og menntamálaráðuneytinu. Beiðni um umsögn landshlutasamtaka sveitarfélaga um svæðisbundið samráðsveitarfélaga í þágu farsældar barna
Lagt fram til kynningar

2.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Sala eigna að Skúlabraut 21 og 41.
Byggðarráð samþykkir að setja í söluferli íbúðina Skúlabraut 21 ásett verð sé 32.500.000.

Byggðarráð samþykkir að setja í söluferli íbúðina Skúlabraut 41 ásett verð sé 28.000.000.

3.Skólaakstur útboð

2302024

Niðurstaða útboðs á skólaakstri.
Sveitarstjóri kynnti niðurstöður útboðs á skólaakstri fyrir Húnaskóla 2023-2026.

Leiðirnar eru sex og voru lægstbjóðendur eftirfarandi:

Leið 1 - Refasveit - GN ehf.

Leið 2 - Svartárdalur - Langidalur - Víðir Már Gíslason

Leið 3 - Blöndudalur - Svínvetningabraut - GN ehf.

Leið 4 - Stóridalur - Svínadalur - Kaldakinn - Auðunn Þór Húnfjörð

Leið 5 - Vatnsdalur - Þing - Spenar ehf.

Leið 6 - Uppsalir - Þing - Árholt - Spenar ehf.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við ofangreinda.

4.Sýslumaðurinn - Umsagnarbeiðni vegna tækisfærisleyfi - Krútt

2307008

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar umsögn um tækifærisleyfi - Krútt Viðburðarhús frá 18:00-22:00 föstudaginn 14. júlí og 18:00-22:00 laugardaginn 15. júlí.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um erindið fyrir sitt leyti.

5.Sýslumaðurinn - Umsagnarbeiðni vegna gistileyfi - Gamla kirkjan

2307009

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis til rekstur gististaðar í flokknum II-C, fyrir ,,Gamla kirkjan"
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um erindið fyrir sitt leyti.

6.Sýslumaðurinn - Umsagnarbeiðni vegna gistileyfi - Brekkukot

2307010

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis til rekstur gististaðar í flokknum, fyrir II H Brekkukot Cottage
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um erindið fyrir sitt leyti.

7.Sýslumaðurinn - Umsagnarbeiðni vegna gistileyfi -Enni

2307011

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis til rekstur gististaðar í flokknum II C, fyrir Enni
ZAL vék af fundi undir þessum lið.

Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um erindið fyrir sitt leyti.

8.Norðurá - Fundagerð 111. fundar stjórnar

2307006

Fundargerð 111. fundar stjórnar Norðurár bs.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?