28. fundur 24. apríl 2023 kl. 13:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri Húnabyggðar
Dagskrá

1.Vatnasvæðanefnd - skipunarbréf

2304014

Erindi frá Umhverfisstofnun er varðar skipunarbréf í vatnasvæðanefnd
Pétur Arason sveitarstjóri hefur verið skipaður Vatnasvæðanefnd af Umhverfisstofnun.

Byggðarráð samþykkir skipunina

2.Breyting á aðalskipulagi Húnavatnshrepps

2304013

Ósk Landsnets um breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps
Byggðarráð frestar erindinu vegna formgalla og óskar eftir leiðréttingu. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

3.Námur og grófur úrgangur

2304012

Námur og grófur úrgangur
Byggðarráð samþykkir að útbúa reglur og útfæra gjaldskrá. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

4.Skólaakstur útboð

2302024

Reglur um skólaakstur og útboðslýsing
Byggðarráð fór yfir reglur um skólaakstur og útboðslýsingu skólaaksturs. Athugasemdum vísað til Fræðslunefndar.

5.Girðingaútboð

2304015

Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála er varða girðingaútboð
Miklar umræður urðu um erindið. Ábendingum vísað til landbúnaðarnefndar.

6.Sýslumaðurinn - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfi

2304005

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis til rekstur gististaðar í flokknum IV Hótel, fyrir Hótel Blönduós
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við erindið, með fyrirvara um samþykki annara aðila.

7.Riðumál

2304016

Riðumál
Umræður urðu um málið og erindinu vísað til sveitarstjórnar.

8.Fundargerð aðalfundar frá 12. apríl sl.

2304011

Fundargerð aðalfundar Hveravallafélagsins frá 12. apríl sl.
Lagt fram til kynningar

9.Fundargerð aðalfundar frá 27. mars sl.

2304010

Fundargerð aðalfundar Norðurár bs. frá 27. mars sl.
Lagt fram til kynningar

10.Fundargerð 451. fundar stjórnar

2304009

Fundargerð 451. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram til kynningar

11.Fundargerð 93. fundar stjórnar SSNV

2304008

Fundargerð 93. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar

12.Fundagerðir 921.-923. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2304007

Fundargerðir 921.-923. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?